Tugir snúa aldrei til baka eftir vinnuslys Svavar Hávarðsson skrifar 18. júní 2014 07:00 Lengi voru vinnuslys í byggingariðnaði algengust. Slysum fjölgar stöðugt í fiskvinnslu. Fréttablaðið/GVA Tugir einstaklinga slasast það illa í vinnuslysum á hverju ári hér á landi að þeir eiga ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Fullkomlega óásættanlegt, segir yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Árlega eru á milli sex og sjö þúsund vinnuslys tilkynnt til Slysaskrár Íslands. Tólf til fimmtánhundruð af þeim eru það alvarleg að viðkomandi er fjarverandi frá vinnu sinni í skemmri eða lengri tíma, og eru því skráð á slysaskrá Vinnueftirlitsins. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir tölfræðinga svarta og spyr hvort ekki þurfi samstillt átak til varna. Nákvæmar tölur ár frá ári liggja ekki fyrir, en „tugir einstaklinga verða fyrir varanlegum skaða í vinnu hér á landi á ári. Mjög alvarleg slys skipta hundruðum,“ segir Kristinn. Beinbrot eru algeng en bak- og hálsáverkar séu líklegastir til að hamla þátttöku á vinnumarkaði að nýju.Kristinn Tómasson„En við vitum ekki nákvæmlega hver er miski eða örorka vegna slíkra vinnuslysa. Það stafar kannski af því að í þessu samfélagi er ekki allt of miklum fjármunum varið til að rannsaka þennan vettvang, því miður,“ segir Kristinn og bætir við að í íslensku máli sé að finna orðið „áhættuþóknun“, sem í eðli sínu sé hrikalegt - að fébætur komi fyrir slys sem rænir einstakling heilsunni og möguleikum til eðlilegs lífs. Viðhorfið eigi hins vegar aldrei að vera annað en fólk komi heilt heim. Um grundvallar mannréttindi sé að ræða, og svo verði að búa um hnútanna að fækka vinnuslysum kerfisbundið. Bæði fyrirtæki og samfélagið allt eigi að tileinka sér núllsýn, því hvert slys sé óásættanlegt og með markvissum forvörnum og vinnuverndarstarfi megi koma í veg fyrir öll vinnuslys. Þetta hafi verið sýnt með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna. Kristinn segir að mönnum sé tamt að tala um sparnað í heilbrigðiskerfinu, og menn skuli í því samhengi gera sér grein fyrir að vinnuvernd sé ein matarholan. „Vinnuslys kosta samfélagið gríðarlega fjármuni,“ segir Kristinn. „Við greinum nákvæmlega hvaða áhrif framkvæmdir hafa á andfugla og jarðveg, sem er gott mál. En enginn spyr hvort hægt að vinna sína vinnu án þess að enginn slasist eða verði fyrir heilsutjóni. Það verðum við að temja okkur,“ segir Kristinn. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Tugir einstaklinga slasast það illa í vinnuslysum á hverju ári hér á landi að þeir eiga ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Fullkomlega óásættanlegt, segir yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Árlega eru á milli sex og sjö þúsund vinnuslys tilkynnt til Slysaskrár Íslands. Tólf til fimmtánhundruð af þeim eru það alvarleg að viðkomandi er fjarverandi frá vinnu sinni í skemmri eða lengri tíma, og eru því skráð á slysaskrá Vinnueftirlitsins. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir tölfræðinga svarta og spyr hvort ekki þurfi samstillt átak til varna. Nákvæmar tölur ár frá ári liggja ekki fyrir, en „tugir einstaklinga verða fyrir varanlegum skaða í vinnu hér á landi á ári. Mjög alvarleg slys skipta hundruðum,“ segir Kristinn. Beinbrot eru algeng en bak- og hálsáverkar séu líklegastir til að hamla þátttöku á vinnumarkaði að nýju.Kristinn Tómasson„En við vitum ekki nákvæmlega hver er miski eða örorka vegna slíkra vinnuslysa. Það stafar kannski af því að í þessu samfélagi er ekki allt of miklum fjármunum varið til að rannsaka þennan vettvang, því miður,“ segir Kristinn og bætir við að í íslensku máli sé að finna orðið „áhættuþóknun“, sem í eðli sínu sé hrikalegt - að fébætur komi fyrir slys sem rænir einstakling heilsunni og möguleikum til eðlilegs lífs. Viðhorfið eigi hins vegar aldrei að vera annað en fólk komi heilt heim. Um grundvallar mannréttindi sé að ræða, og svo verði að búa um hnútanna að fækka vinnuslysum kerfisbundið. Bæði fyrirtæki og samfélagið allt eigi að tileinka sér núllsýn, því hvert slys sé óásættanlegt og með markvissum forvörnum og vinnuverndarstarfi megi koma í veg fyrir öll vinnuslys. Þetta hafi verið sýnt með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna. Kristinn segir að mönnum sé tamt að tala um sparnað í heilbrigðiskerfinu, og menn skuli í því samhengi gera sér grein fyrir að vinnuvernd sé ein matarholan. „Vinnuslys kosta samfélagið gríðarlega fjármuni,“ segir Kristinn. „Við greinum nákvæmlega hvaða áhrif framkvæmdir hafa á andfugla og jarðveg, sem er gott mál. En enginn spyr hvort hægt að vinna sína vinnu án þess að enginn slasist eða verði fyrir heilsutjóni. Það verðum við að temja okkur,“ segir Kristinn.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira