Innlent

Varpbændur eiga í vök að verjast vegna vargs

Jakob Bjarnar skrifar
Refur og minkur getur splundrað stórum æðarvörpum á örskömmum tíma.
Refur og minkur getur splundrað stórum æðarvörpum á örskömmum tíma. visir/anton brink
Hallgrímur Sveinsson á Brekku í Dýrafirði ritar grein sem hann sendi Bæjarins besta, vestfirska fréttavefnum til birtingar undir fyrirsögninni Óargadýrin í Vestfirsku Ölpunum.

Þar kemur fram að varpbændur eigi nú í vök að verjast vegna þess að refur herjar á vörp en honum hefur fjölgað mjög á Vesturlandi. Og minkinn vill Hallgrímur ekki nefna ógrátandi. Ekki þurfi að spyrja að leikslokum ef ekkert verði að gert því minkur og tófa geta splundrað stóru æðarvarpi á örskömmum tíma.

Hallgrímur segir að þegar hreppirnir voru og hétu hafi mikil áhersla verið lögð á grenjavinnslu og minkaleit. Nú sé öldin önnur og menn vilji gera út á ferðamenn og þá þyki ekki verra að geta sýnt þeim einn ref eða svo. En, sá oddviti sem léti ref og mink vaða uppi, hefði ekki þurft að kemba hærurnar í embætti -- honum yrði einfaldlega skipt út í næstu kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×