Innlent

Viktoría krónprinsessa í Norræna húsinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Viktoría, Daníel, sendinefnd og forsetahjónin við Norræna húsið.
Viktoría, Daníel, sendinefnd og forsetahjónin við Norræna húsið. VISIR/ARNÞÓR
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og maður hennar, Daníel prins, eru nú stödd í opinberri heimsókn hér á landi sem lýkur á morgun.

Heimsókn þeirra hófst formlega í morgun þegar krónprinshjónin áttu fund með forsetahjónunum á Bessastöðum skömmu fyrir klukkan 10. Í kjölfarið fluttu Viktoría og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands stutt ávörp á sænsku af því tilefni.

Ólaf­ur bauð hjón­in vel­kom­in til lands­ins. Hann sagðist hlakka til dag­skrár­inn­ar í dag og á morg­un. Rifjaði Ólaf­ur upp að lönd­in tvö, Ísland og Svíþjóð, hefðu ættu að baki mörg hundruð ára tengsl og sam­starf.

Vikt­oría þakkaði boðið og sagðist vera ánægð að vera kom­in til land­ins. Tíu ár eru frá því að for­eldrara henn­ar, Sil­vía drottn­ing og Karl Gúst­af kon­ung­ur, sóttu Ísland heim og sagði Vikt­oría að margt hefði ef­laust breyst á þeim tíma.

Sænsku hjónakornin fóru því næst í Hörpu, skoðuðu bygginguna og fræddust um íslenskt tónlistarlíf. Því næst héldu þau í Norræna húsið þar sem efnt var til funda um viðskiptatengsl Svíþjóðar og Íslands en að honum standa sænska sendiráðið hérlendis og Íslensk-sænska viðskiptaráðið.

Viktoría og Daníel líta á Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálf 3 þar sem þau munu fræðast um vistvænar orkulindir landsins og nýtingu þeirra sem og um íslensk jarðhitaverkefni erlendis. Einnig munu þau koma til með að heimsækja höfuðstöðvar stoðtækjafyrirtækisins Össurar.

Þegar húmar að kveldi munu krónprinshjónin snæða kvöldverð með Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaieff forsetafrú á Bessastöðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.