Innlent

Reiðhjólamaður gripinn í blossa hraðamyndavélar

Jakob Bjarnar skrifar
Þessi reiðhjólamaður var gripinn í blossa hraðamyndavélarinnar.
Þessi reiðhjólamaður var gripinn í blossa hraðamyndavélarinnar. lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að reiðhjólamaður nokkur hafi verið gripinn en hann var á of mikilli ferð.

Skríbent lögreglunnar virðist koma þetta á óvart því hann segir að hraðamælingar í íbúahverfum flokkist undir dagleg verkefni lögreglu. „Á dögunum kom ný tegund á öngulinn, ef svo mætti segja, en þar reyndist kappsamur reiðhjólamaður hafa knúið reiðhjól sitt af svo miklum móð að hann lenti í hraðamyndavélinni góðu. Þetta er því gott tækifæri til að minna reiðhjólamenn á að hámarkshraði á akbrautum gildir auðvitað einnig fyrir reiðhjól.“

Ekki kemur fram í frétt lögreglunnar hver maðurinn var, né hvar hann var gripinn, né á hversu miklum hraða reiðhjólamaðurinn var á, né heldur: hvað svo?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×