Þvoðu föt ferðamanna sem lentu í bílveltu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2014 15:09 Hér má sjá bílinn, sem var illa farinn eftir veltuna. VÍSIR/Brynjólfur Gunnarsson „Okkur þótti þetta bara algjörlega sjálfsagt mál, ég er viss um að mjög margir myndu gera það sama ef þeir væru í sömu aðstöðu og við,“ segir Brynjólfur Gunnarsson sem tók sig til, ásamt konu sinni, og þvoði föt ferðamanna sem lentu í bílveltu. Bíllinn valt og endaði á hvolfi ofan í á. Ótrúlegt þótti að parið í bílnum hafi ekkert slasast. Brynjólfur kom að slysstað og ákvað að taka upp föt fólksins sem voru á víð og dreif um svæðið og ákvað, eftir að hafa skoðað þau, að ekki væri annað hægt en að þvo fötin og skila ferðamönnunum sem lentu í slysinu öllum fötunum þeirra hreinum og samanbrotum. Vefsíðan Búðardalur.is greindi fyrst frá málinu og hefur málið vakið mikla athygli þar.Fötin gegnsósa Á aðfaranótt laugardags veltu ferðamenn bíl á Ódrjugshálsi við Djúpafjörð. Brynjólfur vinnur hjá fyrirtækinu KM Þjónustan og felst starf hans meðal annars í að draga bíla sem lenda í árekstrum eða er keyrt útaf. Brynjólfur fór á vettvang slyssins ásamt konu sinni, Fanneyju Kristjánsdóttur. „Þegar við komum að þessu þá sáum við föt fólksins þarna á víð og dreif í kringum bílinn. Mikið af eigum fólksins lentu í ánni og fötin voru voru mörg hver skítug, blaut og öll í glerbrotum. Ég legg það í vana minn að hreinsa slysstaðina mjög vel og við hjónin söfnuðum öllum fötunum og eigum fólksins saman,“ útskýrir Brynjólfur. Og Brynjólfi fannst ekki hægt að láta fólkið fá fötin sín blaut og skítug. „Við ræddum við lögreglunna og sögðumst bara ekki getað látið fólkið fá fötin sín svona. Við hefðum getað sett þau í poka og þá hefðu þau bara myglað. Þau voru alveg gegnsósa af vatni og fólkið var komið á sjúkrahús. Því fannst okkur bara ekki hægt annað en að þvo fötin.“Tvær til þrjár vélar Hjónin fengu að nota þvottavél og þurrkara á vinnustað Fanneyjar. „Þar er stór þvottavél. Þetta voru því einhverjar tvær eða þrjár vélar. Við þurrkuðum líka svefnpokana þeirra og tjaldið. Við vildum bara skila þessu af okkur þannig að fólkið yrði sátt við. Bara alveg eins og við myndum vilja ef við hefðum lent í svona slysi erlendis. Þegar maður er í útlöndum hefur maður ekki aðgang að þvottavél og svona, þannig að þetta var bara eins sjálfsagt og hægt er,“ segir hann. Á sunnudaginn komu ferðamennirnir svo í Búðardal og sóttu fötin sín og eigur. „Ég er nú ekki mikill tungumálamaður, þannig að ég talaði ekki mikið við þau. En þau voru mjög ánægð og föðmuðu okkur. Þau ætla að halda áfram ferðalaginu sínu um landið, sem okkur finnst bara frábært. Þau voru komin á nýjan bílaleigubíl og gátu bara haldið áfram þar sem frá var horfið.“Sáttur að fá að kynnast fólkinu Brynjólfur segir annars ótrúlegt að fólkið hafi sloppið eins vel og það gerði. „Ég hef komið að mörgum slysum og þetta er með því verra sem ég hef séð. Það er með ólíkindum að þau slösuðust ekki neitt. Það var samdóma álit allra að þetta hefði hæglega getað orðið banaslys. Bíllinn var á hvolfi, alveg kýldur ofan í gilið.“ Allt er gott sem endar vel, að mati Brynjólfs. „Úr því sem komið var er þetta bara vel sloppið. Ég er fyrst og fremst sáttur að geta látið fólkið fá eigurnar sínar aftur. Auðvitað skemmdist eitthvað af því sem þau voru með. Til dæmis eyðilagðist allur maturinn þeirra. En úr því sem komið var, er þetta bara farsæll endir.“ Brynjólfur er þakklátur að hafa getað hjálpað. „Já, ég vissi ekki að þetta þætti svona fréttnæmt. Þetta eru bara algjörlega sjálsögð viðbrögð, finnst mér. Mér finnst gaman að fá að kynnast fólki og er sáttur að þetta fólk geti haldið áfram för sinni um landið.“ Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
„Okkur þótti þetta bara algjörlega sjálfsagt mál, ég er viss um að mjög margir myndu gera það sama ef þeir væru í sömu aðstöðu og við,“ segir Brynjólfur Gunnarsson sem tók sig til, ásamt konu sinni, og þvoði föt ferðamanna sem lentu í bílveltu. Bíllinn valt og endaði á hvolfi ofan í á. Ótrúlegt þótti að parið í bílnum hafi ekkert slasast. Brynjólfur kom að slysstað og ákvað að taka upp föt fólksins sem voru á víð og dreif um svæðið og ákvað, eftir að hafa skoðað þau, að ekki væri annað hægt en að þvo fötin og skila ferðamönnunum sem lentu í slysinu öllum fötunum þeirra hreinum og samanbrotum. Vefsíðan Búðardalur.is greindi fyrst frá málinu og hefur málið vakið mikla athygli þar.Fötin gegnsósa Á aðfaranótt laugardags veltu ferðamenn bíl á Ódrjugshálsi við Djúpafjörð. Brynjólfur vinnur hjá fyrirtækinu KM Þjónustan og felst starf hans meðal annars í að draga bíla sem lenda í árekstrum eða er keyrt útaf. Brynjólfur fór á vettvang slyssins ásamt konu sinni, Fanneyju Kristjánsdóttur. „Þegar við komum að þessu þá sáum við föt fólksins þarna á víð og dreif í kringum bílinn. Mikið af eigum fólksins lentu í ánni og fötin voru voru mörg hver skítug, blaut og öll í glerbrotum. Ég legg það í vana minn að hreinsa slysstaðina mjög vel og við hjónin söfnuðum öllum fötunum og eigum fólksins saman,“ útskýrir Brynjólfur. Og Brynjólfi fannst ekki hægt að láta fólkið fá fötin sín blaut og skítug. „Við ræddum við lögreglunna og sögðumst bara ekki getað látið fólkið fá fötin sín svona. Við hefðum getað sett þau í poka og þá hefðu þau bara myglað. Þau voru alveg gegnsósa af vatni og fólkið var komið á sjúkrahús. Því fannst okkur bara ekki hægt annað en að þvo fötin.“Tvær til þrjár vélar Hjónin fengu að nota þvottavél og þurrkara á vinnustað Fanneyjar. „Þar er stór þvottavél. Þetta voru því einhverjar tvær eða þrjár vélar. Við þurrkuðum líka svefnpokana þeirra og tjaldið. Við vildum bara skila þessu af okkur þannig að fólkið yrði sátt við. Bara alveg eins og við myndum vilja ef við hefðum lent í svona slysi erlendis. Þegar maður er í útlöndum hefur maður ekki aðgang að þvottavél og svona, þannig að þetta var bara eins sjálfsagt og hægt er,“ segir hann. Á sunnudaginn komu ferðamennirnir svo í Búðardal og sóttu fötin sín og eigur. „Ég er nú ekki mikill tungumálamaður, þannig að ég talaði ekki mikið við þau. En þau voru mjög ánægð og föðmuðu okkur. Þau ætla að halda áfram ferðalaginu sínu um landið, sem okkur finnst bara frábært. Þau voru komin á nýjan bílaleigubíl og gátu bara haldið áfram þar sem frá var horfið.“Sáttur að fá að kynnast fólkinu Brynjólfur segir annars ótrúlegt að fólkið hafi sloppið eins vel og það gerði. „Ég hef komið að mörgum slysum og þetta er með því verra sem ég hef séð. Það er með ólíkindum að þau slösuðust ekki neitt. Það var samdóma álit allra að þetta hefði hæglega getað orðið banaslys. Bíllinn var á hvolfi, alveg kýldur ofan í gilið.“ Allt er gott sem endar vel, að mati Brynjólfs. „Úr því sem komið var er þetta bara vel sloppið. Ég er fyrst og fremst sáttur að geta látið fólkið fá eigurnar sínar aftur. Auðvitað skemmdist eitthvað af því sem þau voru með. Til dæmis eyðilagðist allur maturinn þeirra. En úr því sem komið var, er þetta bara farsæll endir.“ Brynjólfur er þakklátur að hafa getað hjálpað. „Já, ég vissi ekki að þetta þætti svona fréttnæmt. Þetta eru bara algjörlega sjálsögð viðbrögð, finnst mér. Mér finnst gaman að fá að kynnast fólki og er sáttur að þetta fólk geti haldið áfram för sinni um landið.“
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent