Grapevine fjarlægt af vefmælingalista Modernus vegna óútskýrðrar vefumferðar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2014 12:03 Pétur Ísfeld (efri mynd) benti Grapevine á undarlega aukningu á heimsóknum á vefinn sem Hilmar, útgefandi blaðsins, (neðri mynd) hefur enga skýringu á. „Ef einhver hélt að hann væri að gera okkur greiða, þá er hann bara að gera okkur lífið leitt. Við erum ekkert að græða á þessu,“ segir Hilmar Steinn Grétarsson, útgefandi Reykjavik Grapevine en vefur blaðsins var tekinn út af vefmælingalista Modernus vegna óútskýrðrar og óvenjulegrar umferðar. „Við lentum í því að það voru IP tölur frá þremur borgum í Þýskalandi og Sviss sem sendu á okkur traffík,“ útskýrir Hilmar. Í fyrstu hélt blaðið að aukinn fjöldi heimsókna stafaði af áhuga á Íslandi eða að Icelandair hefði nýverið farið af stað með herferð. Í ljós kom að um fasta umferð var að ræða en heimsóknum fjölgaði um tíu þúsund á dag. „Að búa til fasta traffík er ólöglegt,“ segir Hilmar. „En það er bara svo langsótt mál fyrir okkur að fara eitthvað með þetta lengra erlendis. Ef þetta væru íslenskar IP-tölur gætum við talað við lögregluna hér á landi.“Grapevine menn þvertaka fyrir svindl Pétur Ísfeld Jónsson, sölustjóri Modernus, segist ekki geta tekið fyrir að um einhvers konar svindl hafi verið að ræða en miðað við viðbrögð blaðsins, sem þvertekur fyrir það, að þá taki hann þá trúanlega. „Það er miklu meira tjón af þessu heldur en þetta er virði,“ segir hann. „Það er svo augljóst þegar þetta kemur upp. Við sjáum þetta strax.“ Hann á erfitt með útskýra þessar auknu heimsóknir. „Maður skoðar alltaf samkeppnina, en ég held samt að samkeppnisumhverfið sé ekki þannig í þessu tilfelli. Þetta er mjög sérkennilegt mál ef ég á að segja eins og er.“ Engar upplýsingar liggja fyrir um hver stendur að baki þessu utan eins tölvupóstfangs sem tölvunarfræðingar Grapevine fundu við rannsókn. Tölvupóstur var sendur á netfangið og beðið um að umferðin yrði stöðvuð en ekkert svar hefur borist. Hilmar segist erfitt með að meta það tjón sem þetta atvik hefur valdið fyrir miðilinn ef eitthvað er. „Skaðar kannski trúverðugleika, ég veit það ekki. En ég vil benda fólki á að fylgjast með daglegri traffík. Ef við hefðum áttað okkur á þessu strax hefðum við getað blokkað IP-tölurnar um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Modernus koma svona tilvik sjaldan upp og er vefsíðum umsvifalaust kippt út af lista ef vefumferð er með óvenjulegum hætti. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Ef einhver hélt að hann væri að gera okkur greiða, þá er hann bara að gera okkur lífið leitt. Við erum ekkert að græða á þessu,“ segir Hilmar Steinn Grétarsson, útgefandi Reykjavik Grapevine en vefur blaðsins var tekinn út af vefmælingalista Modernus vegna óútskýrðrar og óvenjulegrar umferðar. „Við lentum í því að það voru IP tölur frá þremur borgum í Þýskalandi og Sviss sem sendu á okkur traffík,“ útskýrir Hilmar. Í fyrstu hélt blaðið að aukinn fjöldi heimsókna stafaði af áhuga á Íslandi eða að Icelandair hefði nýverið farið af stað með herferð. Í ljós kom að um fasta umferð var að ræða en heimsóknum fjölgaði um tíu þúsund á dag. „Að búa til fasta traffík er ólöglegt,“ segir Hilmar. „En það er bara svo langsótt mál fyrir okkur að fara eitthvað með þetta lengra erlendis. Ef þetta væru íslenskar IP-tölur gætum við talað við lögregluna hér á landi.“Grapevine menn þvertaka fyrir svindl Pétur Ísfeld Jónsson, sölustjóri Modernus, segist ekki geta tekið fyrir að um einhvers konar svindl hafi verið að ræða en miðað við viðbrögð blaðsins, sem þvertekur fyrir það, að þá taki hann þá trúanlega. „Það er miklu meira tjón af þessu heldur en þetta er virði,“ segir hann. „Það er svo augljóst þegar þetta kemur upp. Við sjáum þetta strax.“ Hann á erfitt með útskýra þessar auknu heimsóknir. „Maður skoðar alltaf samkeppnina, en ég held samt að samkeppnisumhverfið sé ekki þannig í þessu tilfelli. Þetta er mjög sérkennilegt mál ef ég á að segja eins og er.“ Engar upplýsingar liggja fyrir um hver stendur að baki þessu utan eins tölvupóstfangs sem tölvunarfræðingar Grapevine fundu við rannsókn. Tölvupóstur var sendur á netfangið og beðið um að umferðin yrði stöðvuð en ekkert svar hefur borist. Hilmar segist erfitt með að meta það tjón sem þetta atvik hefur valdið fyrir miðilinn ef eitthvað er. „Skaðar kannski trúverðugleika, ég veit það ekki. En ég vil benda fólki á að fylgjast með daglegri traffík. Ef við hefðum áttað okkur á þessu strax hefðum við getað blokkað IP-tölurnar um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Modernus koma svona tilvik sjaldan upp og er vefsíðum umsvifalaust kippt út af lista ef vefumferð er með óvenjulegum hætti.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira