Innlent

Traktorsgrafa skemmdist í Vestmannaeyjum

Bjarki Ármannsson skrifar
Eins og sést, var grafan ansi illa leikin eftir slysið.
Eins og sést, var grafan ansi illa leikin eftir slysið. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Traktorsgrafa skemmdist illa þegar hún valt niður bratta brekku og lenti á vegi við mjölgeymslu Fes í Vestmannaeyjum rétt fyrir klukkan sex í kvöld.

Svo virðist sem stjórnandi gröfunnar hafi misst stjórn á henni á leið niður brekkuna. Að sögn lögreglu í Vestmannaeyjum slasaðist hann ekki illa og fékk að fara heim eftir læknisskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×