Innlent

Segir íslensk stjórnmál hafa glatað sakleysi

Árni Páll Árnason segir íslensk stjórnmála hafa glatað sakleysi.
Árni Páll Árnason segir íslensk stjórnmála hafa glatað sakleysi.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum í RÚV fyrir stundu að íslensk stjórnmál hefðu að sumu leyti glatað sakleysi sínu í þessum kosningum og vísaði þar til áherslu Framsóknarflokksins í Reykjavík á mál tengd múslimum og innflytjendum. Hann sagði að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra hefði verið „í lófa lagið að stemma þessa á að ósi“.Það væri málefnalegt að fólk hefði ótta í brjósti um stöðu sína og fólk frá framandi löndum, en um leið yrði að bjóða alla velkomna.Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja fyllilega hvað Árni Páll hefði átt við með því að hann hefði getað gripið inn í málið. Hann sagði að ráðist hefði verið harkalega að einum frambjóðanda í þessu máli. Hann tók hins vegar undir að taka ætti málefnalega umræðu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.