Fótbolti

Rooney: Besta landslið sem ég hef verið í

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rooney fer yfir málin með Sturridge en Lampard ræðir við Villa prins
Rooney fer yfir málin með Sturridge en Lampard ræðir við Villa prins vísir/getty
Wayne Rooney framherji ensk landsliðsins í fótbolta segir enska landsliðið sem er á leið á heimsmeistaramótið í Brasilíu  vera að besta sem hann hefur verið í.

Rooney lék fyrst með enska landsliðinu fyrir ellefu árum og er hann mjög spenntur að sjá hversu langt þetta landslið getur náð í Brasilíu í sumar þó hann telji að reynsluleysi margra leikmanna geta verið vandamál þrátt fyrir ótvíræða hæfileika.

„Þetta er besta enska lið sem ég hef verið í,“ sagði Rooney við Daily Mirror. „Eini veikleikinn er hve marga leikmenn skortir reynslu af stórmótum.

„Ég hef enga hugmynd um hvernig okkur mun ganga. Við gætum náð frábærum árangri og komið öllum á óvart með að fara alla leið í úrslit.

„Allt sem ég get sagt er að við höfum mjög spennandi efnivið og hæfileika í hópnum. Ég horfi á leikmenn eins og Daniel Sturridge, Luke Shaw og Adam Lallana og ég get ekki annað en fyllst von um hvað við getum gert.

„Það er ótrúlegt hvað við erum með marga unga góða leikmenn. Þegar ég horfi til baka á EM 2004, þá var ég yngstur í hópnum og gat leitað til margra reyndra leikmanna í hópnum til að hjálpa mér.

„Þess vegna verða það Steve Gerrard, Frank Lampard og ég sem munum þurfa að deila þekkingu og reynslu okkar frá svona mótum til yngri leikmanna,“ sagði Rooney sem segist ekki eiga í vandræðum með heilsuna eins og fyrir HM í Þýskalandi og Suður-Afríku.

„Eftir öll meiðslin í aðdraganda fyrstu tveggja heimsmeistarakeppna minna þá vona ég innilega að þetta verði mitt mót.

„Ég hef ekki enn skorað á HM og það er eitthvað sem ég vil leiðrétta því það hefur mikil áhrif á mig.

„Núna vil ég gera betur, ekki bara fyrir mig því ég veit að ef ég spila vel þá hjálpa ég liðinu,“ sagði framherjinn öflugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×