Innlent

„Okkur finnst vera farið aftan að fólki“

Randver Kári Randversson skrifar
Silfurreynistréð á Grettisgötu 17.
Silfurreynistréð á Grettisgötu 17. Vísir/Gunnar Atli
Íbúar við Grettisgötu hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að framkvæma íbúalýðræði og tekið verði tillit til sjónarmiða þeirra varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni við Grettisgötu 17.

„Við vildum vekja athygli á þessu, af því að eiginlega enginn í hverfinu okkar eða götunni vissi af þessu. Við fréttum þetta fyrir rúmri viku eða tæpum tveimur vikum, og margir nágrannar mínir bara í gær,“segir Ylfa Dögg Árnadóttir, sem stendur að baki undirskriftasöfnuninni.

Vegna fyrirhugaðrar byggingar hótels við Laugaveg þarf að færa til húsið á Grettisgötu 17 og fella 106 ára gamalt silfurreynistré sem stendur á lóðinni, og íbúum við Grettisgötu þykir fallegt. Auk þess mun húsið skyggja á sólarljós á nærliggjandi lóð þegar það hefur verið fært.

Ylfa furðar sig á að grenndarkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki farið fram og segist ósátt við að farið sé í slíkar framkvæmdir án samráðs við íbúa.  „Okkur finnst vera farið aftan að fólki“, segir Ylfa.

Með undirskriftasöfnuninni vill hún beita sér fyrir því að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og hyggst skila undirskriftunum inn sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×