Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júní 2014 13:23 "Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins.“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira