Fótbolti

Agüero tekur viðtal við sjálfan sig - myndband

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alltaf stutt í brosið hjá þessum
Alltaf stutt í brosið hjá þessum vísir/getty
Argentínski framherjinn Sergio Agüero trúir því að hann geti unnið gullskóinn á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar eða svo segir hann í viðtali við sjálfan sig sem sjá má í fréttinni.

Mario Kempes var síðasti Argentínumaðurinn til að vinna gullskóinn á HM. Það var þegar hann skoraði sex mörk í keppninni 1978. Síðan þá hafa Argentínsku goðsagnirnar Diego Armando Maradona, Gabriel Omar Batistuta og Hernán Crespo allir orðið næst markahæstir á HM.

Agüero náði ekki að skora á sinni fyrstu HM fyrir fjórum árum í Suður-Afríku en nú er hann reynslunni ríkari og mun betri leikmaður eftir að hafa blómstrað hjá Manchester City síðustu árin.

„Auðvitað get ég unnið gullskóinn, hann er þarna til að vera unninn,“ segir Agüero í viðtalinu við sjálfan sig.

„Við getum líka unnið heimsmeistaratitilinn en það verður ekki létt.“

Sjáið hvað annað framherjinn skemmtilegi hefur að segja í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×