Fótbolti

HM hópur Hollendinga klár

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Van Gaal leiðbeinir miðverðinum Joel Veltman á æfingu
Van Gaal leiðbeinir miðverðinum Joel Veltman á æfingu vísir/getty
Louis van Gaal þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta er búinn að velja 23ja manna hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í Brasilíu í sumar.

Fátt kemur á óvart í leikmannahópi Van Gaal en stærasta nafnið sem vantar er Rafael van der Vaart sem missir af HM vegna meiðsla.

Engir reynslubolta duttu úr hópnum heldur allt ungir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Þeirra á meðal Patrick Aanholt sem var á láni hjá Vitesse í vetur frá Chelsea og Karim Rekik sem var á láni hjá PSV frá Manchester City.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Jasper Cillessen (Ajax), Michel Vorm (Swansea City), Tim Krul (Newcastle United)

Varnarmenn: Paul Verhaegh (Augsburg), Daryl Janmaat (Feyenoord), Joel Veltman (Ajax), Stefan de Vrij (Feyenoord), Ron Vlaar (Aston Villa), Bruno Martins Indi (Feyenoord), Terence Kongolo (Feyenoord), Daley Blind (Ajax)

Miðjumenn: Leroy Fer (Norwich City), Nigel de Jong (AC Milan), Jordy Clasie (Feyenoord), Jonathan de Guzman (Swansea City), Georginio Wijnaldum (PSV), Wesley Sneijder (Galatasaray)

Sóknarmenn: Arjen Robben (Bayern Munchen), Robin van Persie (Manchester United), Klaas-Jan Huntelaar (Schalke), Dirk Kuyt (Fenerbahce), Jeremain Lens (Dynamo Kiev), Memphis Depay (PSV)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×