Lífið

Stærsta fagrit um tísku í heimi fjallar um útgáfu Glamour á Íslandi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Stærsta fagrit um tísku í heimi, Womens Wear Daily, fjallar um útgáfu Glamour á Íslandi í frétt á heimasíðu sinni í dag.

365 miðlar og Condé Nast International, eitt stærsta og virtasta fjölmiðlafyrirtæki í heimi, hafa komist að samkomulagi um útgáfu á íslenskri útgáfu á tímaritinu Glamour. Þetta er sautjánda erlenda útgáfan af tímaritinu vinsæla.

Ísland bætist þar með í góðan hóp sextán landa sem gefa út sínar eigin útgáfur af tímaritinu Glamour, á vef og prenti. Brasilía, Suður-Ameríka (spænsk útgáfa), Búlgaría, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Mexíkó, Holland, Pólland, Suður-Afríka, Rúmenía, Rússland, Spánn, Bretland og Bandaríkin. Lesendur blaðsins á heimsvísu er um 11,7 milljónir á mánuði. 

Nánari dagsetning á útgáfu Glamour á Íslandi verður auglýst síðar. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.