Enski boltinn

Toure: Takk fyrir afmæliskveðjurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Yaya Toure slær á létta strengi á Twitter-síðu sinni í dag vegna ummæla umboðsmanna hans í tengslum við meinta óánægju Toure með eigendur Manchester City.

Toure mun hafa verið ósáttur við að eigendur Manchester City hafi ekki óskað honum til hamingju á 31 árs afmælisdegi sínum í síðustu viku.

Eins og sést á skrifum Toure hér fyrir neðan gantaðist hann með að hann hafi í morgun fengið síðbúna afmæliskveðju frá City - kortið hafi líklega glatast í pósti.

Hann ítrekaði þó að það væri lítið að marka þau ummæli sem hann láti falla um málið og vill frekar að hann verður dæmdur af verkum sínum á vellinum.

Toure var lykilmaður í liði City á liðinni leiktíð en liðið varð enskur meistari eftir spennandi lokasprett á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Umboðsmaður Toure staðfestir fýluna

Umboðsmaður Yaya Toure segir framferði forráðamanna Manchester City ógeðfellt en þeir óskuðu kappanum ekki til hamingju með afmælið á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×