Enski boltinn

Toure sagður í fýlu út af afmæliskveðjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yaya Toure var einn besti leikmaður City á tímabilinu.
Yaya Toure var einn besti leikmaður City á tímabilinu. Vísir/Getty
Umboðsmaður Yaya Toure segir að skjólstæðingur sinn sé reiðubúinn að finna sér nýtt félag. Ástæðan er að enginn óskaði honum til hamingju með afmælið.

Toure varð 31 árs gamall þann 13. maí en umboðsmaðurinn Dimitri Seluk segir að kappinn sé í miklu uppnámi þessa dagana.

„City hefur komið fram við hann af mikill vanvirðingu að Yaya er að íhuga að fara frá félaginu,“ er haft eftir Seluk í götublaðinu The Sun í dag.

„Þeir átta sig ekki á því að það er ekki hægt að kaupa nánd og tengsl með peningum. Þetta snýst ekki um peninga eða nýjan samning heldur mannleg tengsl.“

Seluk segir auk þess sem að enginn hjá félaginu óskaði honum til hamingju með afmælið er Toure móðgaður yfir því hversu langan tíma það tók að bjóða honum nýjan samning.

Þess má þó geta að Toure var óskað til hamingju með afmælið á bæði Twitter- og Youtube-síðum Manchester City.

Youtube-myndband (sjá eftir 2:30 mínútur):



Fleiri fréttir

Sjá meira


×