"Eins og að vera í snertingu við almættið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 23. maí 2014 20:00 Björn Þór segir að það vera stórkostlega fallegt að vera á Rauðasandi. mynd/Hörður Sveinsson Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira