Alþingismenn flytja vegna myglusvepps Svavar Hávarðsson skrifar 13. maí 2014 08:59 Kristjánshús og Blöndahlshús standa við Kirkjustræti 8 og 10, en þar veiktist starfsfólk vegna myglusvepps. Fréttablaðið/ Alþingismenn jafnt sem hópur starfsmanna Alþingis hafa glímt við heilsufarsvanda vegna myglusvepps í húsnæði Alþingis. Þingflokkur Pírata hefur tímabundið flutt á milli hæða í skrifstofuhúsnæði sínu vegna vandans. Starfsfólk Alþingis finnur ekki lengur til einkenna eftir viðgerðir. Karl M. Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, staðfestir í viðtali við Fréttablaðið að myglusveppur hafi komið upp á tveimur stöðum í húsnæði Alþingis. Annars vegar í gömlu húsi við Kirkjustræti, svonefndu Kristjánshúsi, og tengibyggingu við Blöndahlshús þar við hliðina. Þar er fjármálaskrifstofa þingsins til húsa. Eins á efstu hæð í Austurstræti 14 þar sem Píratar hafa meðal annars skrifstofur sínar. Karl segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana í Kristjánshúsi eftir að upp komst hvers kyns var í byrjun ársins, enda séu mál sem þessi tekin alvarlega. Verið er að hefjast handa við endurbætur í Austurstræti og hefur Pírötum verið fundin aðstaða á öðrum stað í húsinu á meðan. Spurður um hvort starfsmenn þingsins í Kristjánshúsi hafi fundið fyrir einkennum sem rekja mætti til myglusvepps segir Karl að það hafi ekki verið sannað þar frekar en annars staðar. „Starfsmenn kvörtuðu hins vegar yfir einkennum; þreytu, augnþurrki, beinverkjum og fleiru. En það breyttist eftir viðgerðirnar,“ segir Karl. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í þingræðu í gær að heilbrigðisvandi vegna myglusvepps skyldi tekinn alvarlega, og minntist einnig á að hann hefði fundið fyrir einkennum þegar hann fór í páskafrí sem hann rekur beint til myglusvepps í Austurstræti sem nú er verið að uppræta. Hvatti hann þá sem áður höfðu haft aðstöðu í Austurstræti til að hugsa sín mál, og nafngreindi sérstaklega framsóknarþingkonuna Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Jón Þór staðfestir við Fréttablaðið að fleiri hafi fundið fyrir einkennum en hann. Starfsmaður þingflokks Pírata hafi leitað til læknis sökum öndunarörðugleika, sem raktir voru beint til eitrunar frá myglunni á skrifstofunum, segir Jón Þór. Alþingi samþykkti í gær með 58 samhljóða atkvæðum tillögu Kristjáns L. Möller og tólf annarra þingmanna allra flokka um að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipi starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Ráðherra lýsti því yfir við samþykkt tillögunnar á Alþingi að starfshópur yrði skipaður hið fyrsta. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Alþingismenn jafnt sem hópur starfsmanna Alþingis hafa glímt við heilsufarsvanda vegna myglusvepps í húsnæði Alþingis. Þingflokkur Pírata hefur tímabundið flutt á milli hæða í skrifstofuhúsnæði sínu vegna vandans. Starfsfólk Alþingis finnur ekki lengur til einkenna eftir viðgerðir. Karl M. Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, staðfestir í viðtali við Fréttablaðið að myglusveppur hafi komið upp á tveimur stöðum í húsnæði Alþingis. Annars vegar í gömlu húsi við Kirkjustræti, svonefndu Kristjánshúsi, og tengibyggingu við Blöndahlshús þar við hliðina. Þar er fjármálaskrifstofa þingsins til húsa. Eins á efstu hæð í Austurstræti 14 þar sem Píratar hafa meðal annars skrifstofur sínar. Karl segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana í Kristjánshúsi eftir að upp komst hvers kyns var í byrjun ársins, enda séu mál sem þessi tekin alvarlega. Verið er að hefjast handa við endurbætur í Austurstræti og hefur Pírötum verið fundin aðstaða á öðrum stað í húsinu á meðan. Spurður um hvort starfsmenn þingsins í Kristjánshúsi hafi fundið fyrir einkennum sem rekja mætti til myglusvepps segir Karl að það hafi ekki verið sannað þar frekar en annars staðar. „Starfsmenn kvörtuðu hins vegar yfir einkennum; þreytu, augnþurrki, beinverkjum og fleiru. En það breyttist eftir viðgerðirnar,“ segir Karl. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í þingræðu í gær að heilbrigðisvandi vegna myglusvepps skyldi tekinn alvarlega, og minntist einnig á að hann hefði fundið fyrir einkennum þegar hann fór í páskafrí sem hann rekur beint til myglusvepps í Austurstræti sem nú er verið að uppræta. Hvatti hann þá sem áður höfðu haft aðstöðu í Austurstræti til að hugsa sín mál, og nafngreindi sérstaklega framsóknarþingkonuna Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Jón Þór staðfestir við Fréttablaðið að fleiri hafi fundið fyrir einkennum en hann. Starfsmaður þingflokks Pírata hafi leitað til læknis sökum öndunarörðugleika, sem raktir voru beint til eitrunar frá myglunni á skrifstofunum, segir Jón Þór. Alþingi samþykkti í gær með 58 samhljóða atkvæðum tillögu Kristjáns L. Möller og tólf annarra þingmanna allra flokka um að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipi starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Ráðherra lýsti því yfir við samþykkt tillögunnar á Alþingi að starfshópur yrði skipaður hið fyrsta.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira