"Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. maí 2014 19:10 VÍSIR/VILHELM „Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ segir einn af síðustu starfsmönnum Vísis í Norðurþingi. Um sjötíu starfsmenn munu á næstu vikum flytja til Grindarvíkur til að vinna í nýjum starfsstöðum útgerðarfélagsins. Vísir hf hefur ákveðið að loka vinnslustöðvum sínum á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík. Í raun er lítið eftir af starfsemi Vísis á Húsavík. Fáir voru á ferli á skrifstofum Vísis á Húsavík þegar fréttastofu bar þar að garði. Hin pólska Irene tók loks á móti okkur. Irene er ein af fjölmörgum starfsmönnum Vísis á Húsavík sem ákveðið hafa að flytjast með fyrirtæki sínu til Grindavíkur. Irene baðst undan viðtali en sagði okkur þó að sú ákvörðun Vísis að hætta starfsemi í Norðurþingi hefði verið mikið áfall. Og þetta er einnig áfall fyrir atvinnulífið og í raun allt samfélag Norður-Þingeyinga. Um hundrað og fimmtíu manns hefur verið sagt upp, þar af sjötíu á Húsavík þar sem flestir hafa ákveðið að flytja til Grindavíkur. Norðurþing hefur formlega óskað eftir því að fá endurkeyptar eignir Vísis á Húsavik. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að sjö hundruð þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf. Irene, sem búið hefur á Húasvík árum saman, er þó bjartsýn, enda býr fjölskylda hennar fyrir sunnan. Eftir dágóða leit fundum við félagana Ragnar og Sævar. Þeir stóðu í ströngu við löndun fyrir fiskmarkaðinn. Vinirnir, sem búa saman á Húsavík ásamt unnustum sínum, verða með síðustu starfsmönnum Vísis til flytja til að Grindavíkur.Sp.blm. Hvernig tilfinning er það að vera pakka saman vinnustað sínum til að flytja með honum þvert yfir landið? „Það er skrýtið,“ segir Ragnar Björnsson, starfsmaður Vísis á Húsavik. „En maður er nokkuð sáttur og reynir að horfa bjartsýnis augum á þetta allt. Það eru bjartir tímar framundan.“ Samstarfsfélagi og vinu hans, Sævar Ólafsson, tekur í sama streng. „Þetta er allt mjög tvísýnt. Margir nýlega búnir að kaupa íbúðir. Aðrir eru með börn. En mér finnst flestir vera mjög bjartsýnir.“ Þó svo að þessir spræku synir Húsavíkur haldi nú á brott eru þeir sannfærðir um þeir muni snúa aftur einn daginn. „Ég er náttúrulega alltaf tengdur Húsavík. Ég á eftir að koma hingað aftur,“ segir Sævar. „Það er fisktækniskóli í Grindavík. Maður getur stefnt á hann. Reyna að fitja sig upp í þessari veröld,“ segir Ragnar. Húsavík missir á næstu vikum tugi starfsmenn Vísis til Grindavíkur. Þetta er ungt fólk, barnafólk og raunveruleg blóðtaka fyrir sveitarfélagið. Húsvíkingar horfa nú til Bakka þar sem kísilmálmverksmiðja mun rísa á næstu árum. Sveitarstjórnarmenn eru vongóðir um að fjármagn verði tryggt seinna í sumar. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ segir einn af síðustu starfsmönnum Vísis í Norðurþingi. Um sjötíu starfsmenn munu á næstu vikum flytja til Grindarvíkur til að vinna í nýjum starfsstöðum útgerðarfélagsins. Vísir hf hefur ákveðið að loka vinnslustöðvum sínum á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík. Í raun er lítið eftir af starfsemi Vísis á Húsavík. Fáir voru á ferli á skrifstofum Vísis á Húsavík þegar fréttastofu bar þar að garði. Hin pólska Irene tók loks á móti okkur. Irene er ein af fjölmörgum starfsmönnum Vísis á Húsavík sem ákveðið hafa að flytjast með fyrirtæki sínu til Grindavíkur. Irene baðst undan viðtali en sagði okkur þó að sú ákvörðun Vísis að hætta starfsemi í Norðurþingi hefði verið mikið áfall. Og þetta er einnig áfall fyrir atvinnulífið og í raun allt samfélag Norður-Þingeyinga. Um hundrað og fimmtíu manns hefur verið sagt upp, þar af sjötíu á Húsavík þar sem flestir hafa ákveðið að flytja til Grindavíkur. Norðurþing hefur formlega óskað eftir því að fá endurkeyptar eignir Vísis á Húsavik. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að sjö hundruð þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf. Irene, sem búið hefur á Húasvík árum saman, er þó bjartsýn, enda býr fjölskylda hennar fyrir sunnan. Eftir dágóða leit fundum við félagana Ragnar og Sævar. Þeir stóðu í ströngu við löndun fyrir fiskmarkaðinn. Vinirnir, sem búa saman á Húsavík ásamt unnustum sínum, verða með síðustu starfsmönnum Vísis til flytja til að Grindavíkur.Sp.blm. Hvernig tilfinning er það að vera pakka saman vinnustað sínum til að flytja með honum þvert yfir landið? „Það er skrýtið,“ segir Ragnar Björnsson, starfsmaður Vísis á Húsavik. „En maður er nokkuð sáttur og reynir að horfa bjartsýnis augum á þetta allt. Það eru bjartir tímar framundan.“ Samstarfsfélagi og vinu hans, Sævar Ólafsson, tekur í sama streng. „Þetta er allt mjög tvísýnt. Margir nýlega búnir að kaupa íbúðir. Aðrir eru með börn. En mér finnst flestir vera mjög bjartsýnir.“ Þó svo að þessir spræku synir Húsavíkur haldi nú á brott eru þeir sannfærðir um þeir muni snúa aftur einn daginn. „Ég er náttúrulega alltaf tengdur Húsavík. Ég á eftir að koma hingað aftur,“ segir Sævar. „Það er fisktækniskóli í Grindavík. Maður getur stefnt á hann. Reyna að fitja sig upp í þessari veröld,“ segir Ragnar. Húsavík missir á næstu vikum tugi starfsmenn Vísis til Grindavíkur. Þetta er ungt fólk, barnafólk og raunveruleg blóðtaka fyrir sveitarfélagið. Húsvíkingar horfa nú til Bakka þar sem kísilmálmverksmiðja mun rísa á næstu árum. Sveitarstjórnarmenn eru vongóðir um að fjármagn verði tryggt seinna í sumar.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira