Bæjarstjóri neitar því að laun unglinga séu "tittlingaskítur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. maí 2014 22:36 vísir/auðunn Akureyrarbær vill koma því á framfæri að tímakaup með orlofi í vinnuskólanum á Akureyri sumarið 2013 var hærra en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í tilkynningu Akureyrarbæjar, sem send er í kjölfar frétta sem birtust á vef RÚV og Vikudags í síðustu viku. Móðir fjórtán ára stúlku á Akureyri ritaði grein á vef Vikudags undir yfirskriftinni „Unglingavinna eða þrælavinna“. Hún kallar þar laun unglinga í sumarvinnu hjá Akureyrarbæ „tittlingaskít“ og segist blöskra yfir launum unglinganna. Þá spyr hún hvað það myndi kosta bæinn að fá fullorðið fólk til að vinna þessi sömu störf og borga eftir taxta bæjarins. „Því spyr ég mig, ætti ég yfirleitt að vera að hvetja dóttir mína til að sækja um hjá Akureyrarbæ í sumarvinnu og fá tittlingaskít að launum. Eða kenna henni frekar að hún eigi rétt á sanngjörnum launum fyrir sanngjarna vinnu og hunsa tilboð bæjarins um starf. Já maður spyr sig,“ segir í grein hennar. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að vinnuskólar hjá sveitarfélögum séu starfræktir með ólíkum hætti, enda aðstæður milli landssvæða og sveitarfélaga ólíkar. Á Akureyri sé rekinn vinnuskóli þar sem ungmenni kynnist því að vera í launaðri vinnu en fái um leið fræðslu þar sem lögð sé meiri áhersla á vinnu og afköst. „Á þessu þarf að gera skýran greinarmun. Það er val hvers sveitarfélags hvort það starfrækir vinnuskóla eða unglingavinnu, enda er hér ekki um lögbundin verkefni sveitarfélaganna að ræða,“ segir í tilkynningunni.Eiríkur Björn Björgvinsson.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri segir að laun í vinnuskólanum sé ekki sambærileg við það sem gerist í unglingavinnu, þar sem ekki sé boðið uppá fræðslu og skemmtun á vinnutíma. „Akureyrarkaupstaður hefur gætt þess að greiða ekki lægri laun í vinnuskólanum en sambærileg sveitarfélög og nú er verið að afla upplýsinga frá þeim svo hægt verði að ákveða laun fyrir 2014. Það verður síðan ákveðið í bæjarráði," segir Eiríkur Björn. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Akureyrarbær vill koma því á framfæri að tímakaup með orlofi í vinnuskólanum á Akureyri sumarið 2013 var hærra en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í tilkynningu Akureyrarbæjar, sem send er í kjölfar frétta sem birtust á vef RÚV og Vikudags í síðustu viku. Móðir fjórtán ára stúlku á Akureyri ritaði grein á vef Vikudags undir yfirskriftinni „Unglingavinna eða þrælavinna“. Hún kallar þar laun unglinga í sumarvinnu hjá Akureyrarbæ „tittlingaskít“ og segist blöskra yfir launum unglinganna. Þá spyr hún hvað það myndi kosta bæinn að fá fullorðið fólk til að vinna þessi sömu störf og borga eftir taxta bæjarins. „Því spyr ég mig, ætti ég yfirleitt að vera að hvetja dóttir mína til að sækja um hjá Akureyrarbæ í sumarvinnu og fá tittlingaskít að launum. Eða kenna henni frekar að hún eigi rétt á sanngjörnum launum fyrir sanngjarna vinnu og hunsa tilboð bæjarins um starf. Já maður spyr sig,“ segir í grein hennar. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að vinnuskólar hjá sveitarfélögum séu starfræktir með ólíkum hætti, enda aðstæður milli landssvæða og sveitarfélaga ólíkar. Á Akureyri sé rekinn vinnuskóli þar sem ungmenni kynnist því að vera í launaðri vinnu en fái um leið fræðslu þar sem lögð sé meiri áhersla á vinnu og afköst. „Á þessu þarf að gera skýran greinarmun. Það er val hvers sveitarfélags hvort það starfrækir vinnuskóla eða unglingavinnu, enda er hér ekki um lögbundin verkefni sveitarfélaganna að ræða,“ segir í tilkynningunni.Eiríkur Björn Björgvinsson.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri segir að laun í vinnuskólanum sé ekki sambærileg við það sem gerist í unglingavinnu, þar sem ekki sé boðið uppá fræðslu og skemmtun á vinnutíma. „Akureyrarkaupstaður hefur gætt þess að greiða ekki lægri laun í vinnuskólanum en sambærileg sveitarfélög og nú er verið að afla upplýsinga frá þeim svo hægt verði að ákveða laun fyrir 2014. Það verður síðan ákveðið í bæjarráði," segir Eiríkur Björn.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda