Bæjarstjóri neitar því að laun unglinga séu "tittlingaskítur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. maí 2014 22:36 vísir/auðunn Akureyrarbær vill koma því á framfæri að tímakaup með orlofi í vinnuskólanum á Akureyri sumarið 2013 var hærra en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í tilkynningu Akureyrarbæjar, sem send er í kjölfar frétta sem birtust á vef RÚV og Vikudags í síðustu viku. Móðir fjórtán ára stúlku á Akureyri ritaði grein á vef Vikudags undir yfirskriftinni „Unglingavinna eða þrælavinna“. Hún kallar þar laun unglinga í sumarvinnu hjá Akureyrarbæ „tittlingaskít“ og segist blöskra yfir launum unglinganna. Þá spyr hún hvað það myndi kosta bæinn að fá fullorðið fólk til að vinna þessi sömu störf og borga eftir taxta bæjarins. „Því spyr ég mig, ætti ég yfirleitt að vera að hvetja dóttir mína til að sækja um hjá Akureyrarbæ í sumarvinnu og fá tittlingaskít að launum. Eða kenna henni frekar að hún eigi rétt á sanngjörnum launum fyrir sanngjarna vinnu og hunsa tilboð bæjarins um starf. Já maður spyr sig,“ segir í grein hennar. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að vinnuskólar hjá sveitarfélögum séu starfræktir með ólíkum hætti, enda aðstæður milli landssvæða og sveitarfélaga ólíkar. Á Akureyri sé rekinn vinnuskóli þar sem ungmenni kynnist því að vera í launaðri vinnu en fái um leið fræðslu þar sem lögð sé meiri áhersla á vinnu og afköst. „Á þessu þarf að gera skýran greinarmun. Það er val hvers sveitarfélags hvort það starfrækir vinnuskóla eða unglingavinnu, enda er hér ekki um lögbundin verkefni sveitarfélaganna að ræða,“ segir í tilkynningunni.Eiríkur Björn Björgvinsson.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri segir að laun í vinnuskólanum sé ekki sambærileg við það sem gerist í unglingavinnu, þar sem ekki sé boðið uppá fræðslu og skemmtun á vinnutíma. „Akureyrarkaupstaður hefur gætt þess að greiða ekki lægri laun í vinnuskólanum en sambærileg sveitarfélög og nú er verið að afla upplýsinga frá þeim svo hægt verði að ákveða laun fyrir 2014. Það verður síðan ákveðið í bæjarráði," segir Eiríkur Björn. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Akureyrarbær vill koma því á framfæri að tímakaup með orlofi í vinnuskólanum á Akureyri sumarið 2013 var hærra en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í tilkynningu Akureyrarbæjar, sem send er í kjölfar frétta sem birtust á vef RÚV og Vikudags í síðustu viku. Móðir fjórtán ára stúlku á Akureyri ritaði grein á vef Vikudags undir yfirskriftinni „Unglingavinna eða þrælavinna“. Hún kallar þar laun unglinga í sumarvinnu hjá Akureyrarbæ „tittlingaskít“ og segist blöskra yfir launum unglinganna. Þá spyr hún hvað það myndi kosta bæinn að fá fullorðið fólk til að vinna þessi sömu störf og borga eftir taxta bæjarins. „Því spyr ég mig, ætti ég yfirleitt að vera að hvetja dóttir mína til að sækja um hjá Akureyrarbæ í sumarvinnu og fá tittlingaskít að launum. Eða kenna henni frekar að hún eigi rétt á sanngjörnum launum fyrir sanngjarna vinnu og hunsa tilboð bæjarins um starf. Já maður spyr sig,“ segir í grein hennar. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að vinnuskólar hjá sveitarfélögum séu starfræktir með ólíkum hætti, enda aðstæður milli landssvæða og sveitarfélaga ólíkar. Á Akureyri sé rekinn vinnuskóli þar sem ungmenni kynnist því að vera í launaðri vinnu en fái um leið fræðslu þar sem lögð sé meiri áhersla á vinnu og afköst. „Á þessu þarf að gera skýran greinarmun. Það er val hvers sveitarfélags hvort það starfrækir vinnuskóla eða unglingavinnu, enda er hér ekki um lögbundin verkefni sveitarfélaganna að ræða,“ segir í tilkynningunni.Eiríkur Björn Björgvinsson.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri segir að laun í vinnuskólanum sé ekki sambærileg við það sem gerist í unglingavinnu, þar sem ekki sé boðið uppá fræðslu og skemmtun á vinnutíma. „Akureyrarkaupstaður hefur gætt þess að greiða ekki lægri laun í vinnuskólanum en sambærileg sveitarfélög og nú er verið að afla upplýsinga frá þeim svo hægt verði að ákveða laun fyrir 2014. Það verður síðan ákveðið í bæjarráði," segir Eiríkur Björn.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira