„Hvar er reiknivélin?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2014 15:41 Vísir/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Spurningin er einföld. Hvar er reiknivélin? Þegar maður pantar sér pítsu þá veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða brauðstangir. En almenningur getur ekki fengið upplýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðréttingu?“ sagði Helgi Hjörvar.Loforð dregin til baka Helgi var harðorður og gagnrýndi tillögur ríkisstjórnarinnar töluvert og þá einna helst reiknivélina sem lofað var að fólk gæti nýtt sér til að reikna út hversu há niðurfærslan yrði. Henni hafi verið lofað þegar skuldaniðurfærslurnar voru kynntar en það loforð dregið til baka þegar það var kynnt í annað sinn í Iðnó.Þingmaður reyni að ala á tortryggni „Það virðist vera að háttvirtur þingmaður hafi það að sérstöku markmiði, og þá sérstaklega undanfarna daga, að reyna að gera sem flesta óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð í andsvari sínu. Hann sagði Helga hafa það að leiðarljósi að reyna að ala sem mest á tortryggni og gera sem flesta hópa óörugga og óánægða. Þá sagði hann að rangfærslurnar hafi snúist um sama hlutinn og að það sem kynnt hafi verið í Hörpu væri það sem síðan hafi verið útfært. Helgi sagði að reiknivél sem sett var upp á netinu hafi verið gerð af áhugamönnum og hafi hún verið útfærð á þann hátt sem skuldaniðurfærslurnar voru kynntar, af áhugamennsku. Þar hafi fólk mátt búast við að fá 13% en nú séu það 5%. „Þetta er gríðarlega stór liður í því að koma íslensku efnahagslífi og íslensku samfélagi aftur á réttan kjöl. Háttvirtur þingmaður ætti að leyfa sér að gleðjast yfir því í stað þess að reyna að gera sem flesta óánægða og óörugga,“ sagi Sigmundur. Í þann mund heyrðist kall úr salnum: „Hvar er reiknivélin?“ Tengdar fréttir „Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41 Lækkun vaxta jafnvel besta búbótin Sigmundur Davíð var gestur í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingu og meðal annars vaxtastefnu Seðlabankans. 27. mars 2014 10:09 Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17 Eldri borgarar geta ekki notað séreignarsparnað til að borga lán Fólk verður að vera á vinnumarkaði til að geta tekið út séreignalífeyrissparnað skattlaust. 1. apríl 2014 14:51 Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16 Sigmundur Davíð í Stóru málunum í kvöld Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, situr fyrir svörum um leiðréttinguna á fasteignaskuldum heimilanna í Stóru málunum í kvöld. 31. mars 2014 15:37 Aðgerðir ríkisstjórnar gera of lítið og of seint Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að félagsmálaráðherra skipi Íbúðalánasjóði að hætta lögfræðileikja klækjum í dómsmáli samtakanna vegna verðtryggingarinnar. 30. mars 2014 19:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Spurningin er einföld. Hvar er reiknivélin? Þegar maður pantar sér pítsu þá veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða brauðstangir. En almenningur getur ekki fengið upplýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðréttingu?“ sagði Helgi Hjörvar.Loforð dregin til baka Helgi var harðorður og gagnrýndi tillögur ríkisstjórnarinnar töluvert og þá einna helst reiknivélina sem lofað var að fólk gæti nýtt sér til að reikna út hversu há niðurfærslan yrði. Henni hafi verið lofað þegar skuldaniðurfærslurnar voru kynntar en það loforð dregið til baka þegar það var kynnt í annað sinn í Iðnó.Þingmaður reyni að ala á tortryggni „Það virðist vera að háttvirtur þingmaður hafi það að sérstöku markmiði, og þá sérstaklega undanfarna daga, að reyna að gera sem flesta óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð í andsvari sínu. Hann sagði Helga hafa það að leiðarljósi að reyna að ala sem mest á tortryggni og gera sem flesta hópa óörugga og óánægða. Þá sagði hann að rangfærslurnar hafi snúist um sama hlutinn og að það sem kynnt hafi verið í Hörpu væri það sem síðan hafi verið útfært. Helgi sagði að reiknivél sem sett var upp á netinu hafi verið gerð af áhugamönnum og hafi hún verið útfærð á þann hátt sem skuldaniðurfærslurnar voru kynntar, af áhugamennsku. Þar hafi fólk mátt búast við að fá 13% en nú séu það 5%. „Þetta er gríðarlega stór liður í því að koma íslensku efnahagslífi og íslensku samfélagi aftur á réttan kjöl. Háttvirtur þingmaður ætti að leyfa sér að gleðjast yfir því í stað þess að reyna að gera sem flesta óánægða og óörugga,“ sagi Sigmundur. Í þann mund heyrðist kall úr salnum: „Hvar er reiknivélin?“
Tengdar fréttir „Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41 Lækkun vaxta jafnvel besta búbótin Sigmundur Davíð var gestur í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingu og meðal annars vaxtastefnu Seðlabankans. 27. mars 2014 10:09 Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17 Eldri borgarar geta ekki notað séreignarsparnað til að borga lán Fólk verður að vera á vinnumarkaði til að geta tekið út séreignalífeyrissparnað skattlaust. 1. apríl 2014 14:51 Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16 Sigmundur Davíð í Stóru málunum í kvöld Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, situr fyrir svörum um leiðréttinguna á fasteignaskuldum heimilanna í Stóru málunum í kvöld. 31. mars 2014 15:37 Aðgerðir ríkisstjórnar gera of lítið og of seint Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að félagsmálaráðherra skipi Íbúðalánasjóði að hætta lögfræðileikja klækjum í dómsmáli samtakanna vegna verðtryggingarinnar. 30. mars 2014 19:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
„Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41
Lækkun vaxta jafnvel besta búbótin Sigmundur Davíð var gestur í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingu og meðal annars vaxtastefnu Seðlabankans. 27. mars 2014 10:09
Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17
Eldri borgarar geta ekki notað séreignarsparnað til að borga lán Fólk verður að vera á vinnumarkaði til að geta tekið út séreignalífeyrissparnað skattlaust. 1. apríl 2014 14:51
Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16
Sigmundur Davíð í Stóru málunum í kvöld Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, situr fyrir svörum um leiðréttinguna á fasteignaskuldum heimilanna í Stóru málunum í kvöld. 31. mars 2014 15:37
Aðgerðir ríkisstjórnar gera of lítið og of seint Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að félagsmálaráðherra skipi Íbúðalánasjóði að hætta lögfræðileikja klækjum í dómsmáli samtakanna vegna verðtryggingarinnar. 30. mars 2014 19:15