Lækkun vaxta jafnvel besta búbótin Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2014 10:09 Vísir/Bítið „Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingafrumvarpið og hvað það þýddi. Einnig ræddi Sigmundur um gjaldeyrishöftin og vaxtastefnu Seðlabankans. Undir lok viðtalsins sem hægt er að hlusta á hér að ofan var Sigmundur spurður út í afnám gjaldeyrishaftanna og hvort mögulegt væri að afnema þau á þessu ári. Umræðan hefst á mínútu 19. „Það á vera hægt. Ef að menn sjá ljósið og átta sig því að það er ekki hægt að ætlast til þessað höftum sé aflétt eingöngu af hópi vogunarsjóða. Þeim hleypt út og restin af samfélaginu skilin eftir með stærra vandamál.“ „Ef menn gera sér grein fyrir því að það þurfa allir að skipta með sér byrðunum þá á að vera hægt að gera þetta mjög hratt,“ sagði Sigmundur. Þá sneri umræðan að vöxtum hér á landi og hve háir þeir væru. „Maður heyrir mikið um það talað og eðlilega. Ég hef nú verið mjög gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans og stundum verið sakaður um að ryðjast inn á sjálfstæði bankans með því.“ „Reyndar segir nú í lögum um Seðlabankann að honum beri að framfylgja stefnu stjórnvalda að því marki að það ógni ekki verðstöðugleika. En það er meginmarkmið Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika. Það hefur verið mat bankans að hann þurfi að halda þetta háum vöxtum til að tryggja verðstöðugleika í landinu,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagðist þó ekki vera sammála því mati, sem og margir aðrir. „Hér hefur verðbólga ekki stafað af þenslu innanlands. Eftirspurn hefur verið í lágmarki. Það hefur ekki verið vandamálið. Auk þess erum við lokuð inn í höftum. Í því ætti að felast tækifæri til að lækka vextina sem að eru algjörlega úr samræmi við allt sem við sjáum í öðrum löndum.“ „Það er ekki bara hægt að kenna gjaldmiðlinum um það vegna þess að í öðrum löndum þar sem eru ýmis konar gjaldmiðlar eru jafnvel neikvæðir raunvextir. Það er að segja að verðbólgan sé hærri en sem nemur vöxtum Seðlabankans.“ Sigmundur sagðist telja að á Íslandi væru allar forsendur til lækkunar vaxta og sagði það í raun mikilvægt. „Það getur verið óþægilegt að vera ósammála mönnum um svona stóran hlut, en það er það sérstaklega vegna þess að þetta skiptir svo miklu máli varðandi uppbyggingu og fjárfestingu sem er nauðsynleg til að bæta kjör.“ Aðspurður hvort besta búbótin fyrir alla, væri jafnvel að lækka vexti sagði Sigmundur: „Það gæti vel verið það já. á meðan menn missa ekki tök á verðbólgunni. Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum.“ Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingafrumvarpið og hvað það þýddi. Einnig ræddi Sigmundur um gjaldeyrishöftin og vaxtastefnu Seðlabankans. Undir lok viðtalsins sem hægt er að hlusta á hér að ofan var Sigmundur spurður út í afnám gjaldeyrishaftanna og hvort mögulegt væri að afnema þau á þessu ári. Umræðan hefst á mínútu 19. „Það á vera hægt. Ef að menn sjá ljósið og átta sig því að það er ekki hægt að ætlast til þessað höftum sé aflétt eingöngu af hópi vogunarsjóða. Þeim hleypt út og restin af samfélaginu skilin eftir með stærra vandamál.“ „Ef menn gera sér grein fyrir því að það þurfa allir að skipta með sér byrðunum þá á að vera hægt að gera þetta mjög hratt,“ sagði Sigmundur. Þá sneri umræðan að vöxtum hér á landi og hve háir þeir væru. „Maður heyrir mikið um það talað og eðlilega. Ég hef nú verið mjög gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans og stundum verið sakaður um að ryðjast inn á sjálfstæði bankans með því.“ „Reyndar segir nú í lögum um Seðlabankann að honum beri að framfylgja stefnu stjórnvalda að því marki að það ógni ekki verðstöðugleika. En það er meginmarkmið Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika. Það hefur verið mat bankans að hann þurfi að halda þetta háum vöxtum til að tryggja verðstöðugleika í landinu,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagðist þó ekki vera sammála því mati, sem og margir aðrir. „Hér hefur verðbólga ekki stafað af þenslu innanlands. Eftirspurn hefur verið í lágmarki. Það hefur ekki verið vandamálið. Auk þess erum við lokuð inn í höftum. Í því ætti að felast tækifæri til að lækka vextina sem að eru algjörlega úr samræmi við allt sem við sjáum í öðrum löndum.“ „Það er ekki bara hægt að kenna gjaldmiðlinum um það vegna þess að í öðrum löndum þar sem eru ýmis konar gjaldmiðlar eru jafnvel neikvæðir raunvextir. Það er að segja að verðbólgan sé hærri en sem nemur vöxtum Seðlabankans.“ Sigmundur sagðist telja að á Íslandi væru allar forsendur til lækkunar vaxta og sagði það í raun mikilvægt. „Það getur verið óþægilegt að vera ósammála mönnum um svona stóran hlut, en það er það sérstaklega vegna þess að þetta skiptir svo miklu máli varðandi uppbyggingu og fjárfestingu sem er nauðsynleg til að bæta kjör.“ Aðspurður hvort besta búbótin fyrir alla, væri jafnvel að lækka vexti sagði Sigmundur: „Það gæti vel verið það já. á meðan menn missa ekki tök á verðbólgunni. Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum.“
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira