Lækkun vaxta jafnvel besta búbótin Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2014 10:09 Vísir/Bítið „Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingafrumvarpið og hvað það þýddi. Einnig ræddi Sigmundur um gjaldeyrishöftin og vaxtastefnu Seðlabankans. Undir lok viðtalsins sem hægt er að hlusta á hér að ofan var Sigmundur spurður út í afnám gjaldeyrishaftanna og hvort mögulegt væri að afnema þau á þessu ári. Umræðan hefst á mínútu 19. „Það á vera hægt. Ef að menn sjá ljósið og átta sig því að það er ekki hægt að ætlast til þessað höftum sé aflétt eingöngu af hópi vogunarsjóða. Þeim hleypt út og restin af samfélaginu skilin eftir með stærra vandamál.“ „Ef menn gera sér grein fyrir því að það þurfa allir að skipta með sér byrðunum þá á að vera hægt að gera þetta mjög hratt,“ sagði Sigmundur. Þá sneri umræðan að vöxtum hér á landi og hve háir þeir væru. „Maður heyrir mikið um það talað og eðlilega. Ég hef nú verið mjög gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans og stundum verið sakaður um að ryðjast inn á sjálfstæði bankans með því.“ „Reyndar segir nú í lögum um Seðlabankann að honum beri að framfylgja stefnu stjórnvalda að því marki að það ógni ekki verðstöðugleika. En það er meginmarkmið Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika. Það hefur verið mat bankans að hann þurfi að halda þetta háum vöxtum til að tryggja verðstöðugleika í landinu,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagðist þó ekki vera sammála því mati, sem og margir aðrir. „Hér hefur verðbólga ekki stafað af þenslu innanlands. Eftirspurn hefur verið í lágmarki. Það hefur ekki verið vandamálið. Auk þess erum við lokuð inn í höftum. Í því ætti að felast tækifæri til að lækka vextina sem að eru algjörlega úr samræmi við allt sem við sjáum í öðrum löndum.“ „Það er ekki bara hægt að kenna gjaldmiðlinum um það vegna þess að í öðrum löndum þar sem eru ýmis konar gjaldmiðlar eru jafnvel neikvæðir raunvextir. Það er að segja að verðbólgan sé hærri en sem nemur vöxtum Seðlabankans.“ Sigmundur sagðist telja að á Íslandi væru allar forsendur til lækkunar vaxta og sagði það í raun mikilvægt. „Það getur verið óþægilegt að vera ósammála mönnum um svona stóran hlut, en það er það sérstaklega vegna þess að þetta skiptir svo miklu máli varðandi uppbyggingu og fjárfestingu sem er nauðsynleg til að bæta kjör.“ Aðspurður hvort besta búbótin fyrir alla, væri jafnvel að lækka vexti sagði Sigmundur: „Það gæti vel verið það já. á meðan menn missa ekki tök á verðbólgunni. Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum.“ Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
„Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingafrumvarpið og hvað það þýddi. Einnig ræddi Sigmundur um gjaldeyrishöftin og vaxtastefnu Seðlabankans. Undir lok viðtalsins sem hægt er að hlusta á hér að ofan var Sigmundur spurður út í afnám gjaldeyrishaftanna og hvort mögulegt væri að afnema þau á þessu ári. Umræðan hefst á mínútu 19. „Það á vera hægt. Ef að menn sjá ljósið og átta sig því að það er ekki hægt að ætlast til þessað höftum sé aflétt eingöngu af hópi vogunarsjóða. Þeim hleypt út og restin af samfélaginu skilin eftir með stærra vandamál.“ „Ef menn gera sér grein fyrir því að það þurfa allir að skipta með sér byrðunum þá á að vera hægt að gera þetta mjög hratt,“ sagði Sigmundur. Þá sneri umræðan að vöxtum hér á landi og hve háir þeir væru. „Maður heyrir mikið um það talað og eðlilega. Ég hef nú verið mjög gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans og stundum verið sakaður um að ryðjast inn á sjálfstæði bankans með því.“ „Reyndar segir nú í lögum um Seðlabankann að honum beri að framfylgja stefnu stjórnvalda að því marki að það ógni ekki verðstöðugleika. En það er meginmarkmið Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika. Það hefur verið mat bankans að hann þurfi að halda þetta háum vöxtum til að tryggja verðstöðugleika í landinu,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagðist þó ekki vera sammála því mati, sem og margir aðrir. „Hér hefur verðbólga ekki stafað af þenslu innanlands. Eftirspurn hefur verið í lágmarki. Það hefur ekki verið vandamálið. Auk þess erum við lokuð inn í höftum. Í því ætti að felast tækifæri til að lækka vextina sem að eru algjörlega úr samræmi við allt sem við sjáum í öðrum löndum.“ „Það er ekki bara hægt að kenna gjaldmiðlinum um það vegna þess að í öðrum löndum þar sem eru ýmis konar gjaldmiðlar eru jafnvel neikvæðir raunvextir. Það er að segja að verðbólgan sé hærri en sem nemur vöxtum Seðlabankans.“ Sigmundur sagðist telja að á Íslandi væru allar forsendur til lækkunar vaxta og sagði það í raun mikilvægt. „Það getur verið óþægilegt að vera ósammála mönnum um svona stóran hlut, en það er það sérstaklega vegna þess að þetta skiptir svo miklu máli varðandi uppbyggingu og fjárfestingu sem er nauðsynleg til að bæta kjör.“ Aðspurður hvort besta búbótin fyrir alla, væri jafnvel að lækka vexti sagði Sigmundur: „Það gæti vel verið það já. á meðan menn missa ekki tök á verðbólgunni. Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum.“
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira