Agi í ríkisfjármálum mikilvægari en nýr gjaldmiðill Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. apríl 2014 21:30 Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“ ESB-málið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“
ESB-málið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira