Hægt að taka upp evru í náinni framtíð Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2014 19:18 Formaður Samfylkingarinnar segir stóru tíðindin í skýrslu Aþjóðastofnunar um Evrópusambandið hversu fljótt Íslandi gæti tekið upp evru. Fjármálaráðherra segir aðild að sambandinu hins vgear snúast um miklu meira en gjaldmiðilinn. Árni Páll Árnason var málshefjandi í umræðum um skýrslu alþjóðastofnunar Háskóla Íslandi á Alþingi í dag og sagði hana gott innlegg í þá nauðsynlegum og vitibornu umræðu sem þyrfti að fara fram um evrópumál. Í skýrslunni kæmi fram að hægt væri að ná fram viðunandi lausn í bæði sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum í viðræðum við sambandið. „Stóru tíðindin eru svo í umfjöllun um peningamál. Það er skýrt greint frá því í skýrslunni hvernig aðild að Evrópusambandinu og fyrirheit um upptöku evru muni greiða fyrir afnámi hafta og útfært í nokkrum smáatriðum hvernig hægt sé að nýta þá aðstöðu að þjóðin sé á leið inn í Evrópusambandið. Upptaka evru sé innan fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ sagði Árni Páll. Upptaka evru væri besti kosturinn í stöðunni til að losna við gjaldeyrishöftin. En það væri rétt hjá fjármálaráðherra að ekkert væri svart og hvítt í þessari umræðu og evra leysti ekki allan vanda þjóðarinnar. Uppspretta erfiðleika í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi hefur ekki verið í flestum tilfellum af ytri áföllum, heldur vegna veikrar hagstjórnar þar sem krónan hefur gefið stjórnmálamönnum færi á að lækka laun til að losa sjálfa sig út úr mistökum eftirá,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. „Ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið er miklu stærri ákvörðun en sú að gera breytingar í peningamálum. Það er mjög stór pólitísk ákvörðun og hún snertir fjölmörg svið mannlífsins á Íslandi og hún verður ekki tekin nema höfð sé hliðsjón af þeirri þróun sem á sér stað í Evrópusambandinu í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Margt benti til þess að Evrópusambandið væri að sigla inn í ástand stöðunar og verðhjöðnunar. „Mér finnst ekki margt nýtt í þessari skýrslu. Mér finnst að dregnar sé ályktanir oft út frá dálítið takmörkuðum upplýsingum og fátt sem kemur á óvart,“ sagði Bjarni . ESB-málið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stóru tíðindin í skýrslu Aþjóðastofnunar um Evrópusambandið hversu fljótt Íslandi gæti tekið upp evru. Fjármálaráðherra segir aðild að sambandinu hins vgear snúast um miklu meira en gjaldmiðilinn. Árni Páll Árnason var málshefjandi í umræðum um skýrslu alþjóðastofnunar Háskóla Íslandi á Alþingi í dag og sagði hana gott innlegg í þá nauðsynlegum og vitibornu umræðu sem þyrfti að fara fram um evrópumál. Í skýrslunni kæmi fram að hægt væri að ná fram viðunandi lausn í bæði sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum í viðræðum við sambandið. „Stóru tíðindin eru svo í umfjöllun um peningamál. Það er skýrt greint frá því í skýrslunni hvernig aðild að Evrópusambandinu og fyrirheit um upptöku evru muni greiða fyrir afnámi hafta og útfært í nokkrum smáatriðum hvernig hægt sé að nýta þá aðstöðu að þjóðin sé á leið inn í Evrópusambandið. Upptaka evru sé innan fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ sagði Árni Páll. Upptaka evru væri besti kosturinn í stöðunni til að losna við gjaldeyrishöftin. En það væri rétt hjá fjármálaráðherra að ekkert væri svart og hvítt í þessari umræðu og evra leysti ekki allan vanda þjóðarinnar. Uppspretta erfiðleika í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi hefur ekki verið í flestum tilfellum af ytri áföllum, heldur vegna veikrar hagstjórnar þar sem krónan hefur gefið stjórnmálamönnum færi á að lækka laun til að losa sjálfa sig út úr mistökum eftirá,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. „Ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið er miklu stærri ákvörðun en sú að gera breytingar í peningamálum. Það er mjög stór pólitísk ákvörðun og hún snertir fjölmörg svið mannlífsins á Íslandi og hún verður ekki tekin nema höfð sé hliðsjón af þeirri þróun sem á sér stað í Evrópusambandinu í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Margt benti til þess að Evrópusambandið væri að sigla inn í ástand stöðunar og verðhjöðnunar. „Mér finnst ekki margt nýtt í þessari skýrslu. Mér finnst að dregnar sé ályktanir oft út frá dálítið takmörkuðum upplýsingum og fátt sem kemur á óvart,“ sagði Bjarni .
ESB-málið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira