Fótbolti

Allir þrír byrjuðu á bekknum - Ajax með fimm stiga forystu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Ajax fagna hér einu marka sinna í dag.
Leikmenn Ajax fagna hér einu marka sinna í dag. Vísir/Getty
Ajax styrkti stöðu sína á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-0 heimasigri á Twente í dag. AZ Alkmaar tapaði aftur á móti stigum á móti liði sem er neðar í töflunni.

Kolbeinn Sigþórsson kom inná sem varamaður á 62. mínútu í sigri Ajax-liðsins en þá var staðan orðin 2-0 fyrir Ajax. Mörk Ajax skoruðu þeir Stefano Denswil, Lasse Schöne og Bojan Krkíc.

Ajax er með fimm stiga forystu á Feyenoord sem vann í dag 5-0 stórsigur á Go Ahead Eagles. Graziano Pellè tók út leikbann í leiknum og er því enn fimm mörkum á eftir Alfreði Finnbogasyni í baráttunni um markakóngstitilinn.

Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson byrjuðu báðir á varamannabekknum þegar AZ Alkmaar gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Cambuur.

Jóhann Berg kom inná strax á 26. mínútu en Aron fékk bara sex mínútur í dag. Það hefur verið mikið álag á AZ Alkmaar liðinu að undanförnu enda hefur liðið verið á fullu í þremur keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×