Enski boltinn

Gullkynslóð United sögð hafa áhuga á að kaupa félagið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Hin svokallaða '92-kynslóð hjá Manchester United er samkvæmt enska götublaðinu The Sun að gera sig líklega til að kaupa félagið af Glazer-fjölskyldunni.

David Beckham, Paul Scholes, Phil Neville, Gary Neville, Ryan Giggs og Nicky Butt munu hafa rætt þann möguleika að gera tilboð í félagið með stuðningi fjársterkra aðila í miðausturlöndum.

Bandaríska Glazer-fjölskyldan er núverandi eigandi Manchester United og óvíst hvort hún hafi nokkurn áhuga á að selja það.

Það hefur gengið hjá ýmsu hjá United í vetur og frammistaða þess undir stjórn David Moyes hefur ekki staðið undir væntingum. Hætt er við því að liðið komist ekki í Meistaradeild Evrópu næsta vetur.

United tapaði fyrir grönnum sínum í Manchester City, 3-0, á þriðjudagskvöld en eftir leikinn gagnrýndu þeir Sholes og Gary Neville frammistöðu United og leikstíl liðsins harkalega í myndveri Sky Sports-sjónvarpsstöðvarinnar.

'92-kynslóðin samanstendur af ofangreindum leikmönnum sem slógu í gegn með United á sínum tíma og áttu stóran þátt í velgengni liðsins. Giggs er eini leikmaðurinn sem er enn að spil ameð liðinu en Phil Neville starfar hjá United sem þjálfari.


Tengdar fréttir

Moyes-borðinn verður ekki tekinn niður

Borðinn til heiðurs Davids Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United, fær að hanga áfram þökk sé stuðningsmönnunum sem létu búa hann til.

Moyes: Vorum ekki nógu góðir

Martraðartímabil David Moyes í stjórastól Man. Utd hélt áfram í kvöld er liðið tapaði 0-3 á heimavelli gegn erkifjendunum í Man. City.

Manchester er ljósblá í ár

Man. City komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sannfærandi 0-3 sigur á nágrönnum sínum í Man. Utd.

Moyes: Ábyrgðin er mín

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, tapaði enn einum heimaleiknum í gærkvöldi þegar Englandsmeistararnir voru rassskelltir af nágrönnunum í City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×