Enski boltinn

Moyes: Ábyrgðin er mín

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Englandsmeistararnir Manchester United eru í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeildini, 18 stigum á eftir Chelsea eftir 3-0 tap gegn nágrönnunum í Manchester City í gærkvöldi.

„Ég er sá sem velur liðið. Ég tek ábyrgð á þessu og mun alltaf gera. Þetta er svekkjandi. Ég vissi að þetta yrði erfitt tímabil en ég vonaðist til að við yrðum samkeppnishæfari,“ sagði David Moyes á blaðamannafundi eftir leikinn.

Manchester United er nú búið að tapa níu heimaleikjum í deildinni, meira en á þremur síðustu leiktíðum samanlagt. Í níu leikjum gegn efstu fimm liðum deildarinnar hefur United aðeins unnið einu sinni.

„Allir vita að þetta er verkefni sem mun taka svolítinn tíma að koma á þann stað sem við viljum hafa það. Önnur lið hafa farið í gegnum svipaða endurbyggingu en vonandi tekur okkar ekki jafnlangan tíma og hjá þeim. Það eru mikil gæði í þessu liði,“ sagði David Moyes.




Tengdar fréttir

Moyes: Vorum ekki nógu góðir

Martraðartímabil David Moyes í stjórastól Man. Utd hélt áfram í kvöld er liðið tapaði 0-3 á heimavelli gegn erkifjendunum í Man. City.

Manchester er ljósblá í ár

Man. City komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sannfærandi 0-3 sigur á nágrönnum sínum í Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×