Enski boltinn

Manchester er ljósblá í ár

Dzeko fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Dzeko fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Man. City komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sannfærandi 0-3 sigur á nágrönnum sínum í Man. Utd.

Leikurinn byrjaði heldur betur með látum því Edin Dzeko kom gestunum yfir eftir aðeins 44 sekúndur. Hann fékk þá boltann nánast í sig eftir að skot David Silva hafði farið í stöngina.

Ekkert útilið hefur náð að skora svo snemma á Old Trafford síðan úrvalsdeildin var stofnuð.

0-1 í hálfleik en Dzeko var ekki hættur. Hann bætti öðru marki við eftir tíu mínútur í síðari hálfleik. Að þessu sinni skoraði hann með góðu skoti í teignum eftir hornspyrnu. Aftur var vörn United algjörlega út á þekju.

Það var svo Yaya Toure sem innsiglaði sigurinn með glæsilegu skoti í lokin. Öruggt og sanngjarnt hjá City.

Tveir aðrir leikir fór fram í enska boltanum í kvöld. Everton vann 0-3 sigur á Newcastle. Ross Barkley, Romelu Lukaku og Leon Osman á skotskónum fýrir þá bláklæddu.

Arsenal og Swansea gerðu svo 2-2 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×