Enski boltinn

Moyes-borðinn verður ekki tekinn niður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
"Sá útvaldi.“
"Sá útvaldi.“ vísir/getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur mátt þola ýmislegt á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins en hann sleppur þó líklega við að sjá borðann „sinn“ tekinn niður.

Stretford End Flags, SEF, stuðningsmannafélag Manchester United sem sér um að kaupa, hengja upp og viðhalda borðunum í Stretford End-stúkunni fékk 400 dygga aðdáendur félagsins til að leggja út fyrir „Sá útvaldi“-borðanum sem prýtt hefur miðsvalirnar í stúkunni á tímabilinu.

Fjölmargir stuðningsmenn Manchester United hafa heimtað á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook að borðinn verði rifinn niður vegna slaks gengis liðsins en SEF ætlar ekki að gangast við þeim óskum. Félagið útilokar þó ekki alfarið að borðinn verði tekinn niður.

Starfsmenn Old Trafford stóðu vörð um borðann á leiknum gegn Manchester City í gærkvöldi þar sem óttast var að reiðir stuðningsmenn myndu grípa til eigin ráða og rífa hann sjálfir niður. Borðinn verður einnig undir verndarvæng starfsmanna vallarins um næstu helgi gegn Aston villa.

Komi til greina að taka borðann niður mun atkvæðagreiðsla á milli stuðningsmannanna 400 sem borguðu brúsann ráða för en ekki hróp og köll annarra aðdáenda félagsins á samfélagsmiðlum, að því fram kemur í frétt The Telegraph í dag.


Tengdar fréttir

Manchester er ljósblá í ár

Man. City komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sannfærandi 0-3 sigur á nágrönnum sínum í Man. Utd.

Moyes: Ábyrgðin er mín

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, tapaði enn einum heimaleiknum í gærkvöldi þegar Englandsmeistararnir voru rassskelltir af nágrönnunum í City.

Sjáðu öll tíu mörk gærkvöldsins

Þrír fjörugir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en samantekt úr þeim öllum má sjá á sjónvarpsvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×