„Býst við að þetta sé alvarlega veikur einstaklingur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. mars 2014 10:47 Grétar með hryssuna sína, Sól. vísir/stefán „Verðum við ekki bara öll að reyna að standa saman, hafa augun ennþá meira opin og fylgjast með í kringum okkur?“ segir Grétar Hallur Þórisson, eigandi hryssunnar sem var misþyrmt um helgina í viðtali við Harmageddon.Grétar kom að hryssu sinni liggjandi úti í haga um helgina og sá fyrir tilviljun blóðtauma á innanverðu læri hennar. „Ég gekk þarna út í haga eins og ég geri gjarnan og það var tóm tilvijun að ég sé þetta. Það er nú ekki eins og maður gangi um hagana daglega og lyfti taglinu á hrossunum.“Skurður hryssunnar.vísir/aðsendMerin er fylfull og hélt Grétar að hún hefði látið folaldið. Við nánari athugun sá hann að blóðið kom úr skurði á kynfærum hryssunnar. Grétar gekk um svæðið og athugaði hvort hún hefði einhvers staðar getað rispað sig en ekkert benti þó til þess. Hann tók mynd af sári hryssunnar, sem er 5 sentimetra langt og sentimetra djúpt, og bendir allt til þess að skurðurinn sé af mannavöldum. Grétar gerir ráð fyrir því að þetta hafi verið gert í skjóli nætur því hann hafði ekki orðið var við neinar mannaferðir. „Sem betur fer kannast ég ekki við þessar kenndir og skil auðvitað ekkert í því. En ég bara býst við því að þetta sé alvarlega veikur einstaklingur. Geri ekki ráð fyrir að heilbrigt fólk bara geti gert svona.“ „Manni finnst þetta rosalega óhuggulegt og ég get ekki ímyndað mér hvað maður myndi segja eða gera ef maður myndi standa einhvern af verki.“ Merinni líður vel og grær sár hennar fljótt og örugglega. Hún er á húsi en fer aftur á haga á næstu dögum. Tengdar fréttir Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12 Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04 „Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst“ Eigandi hryssunnar segir erfitt að hugsa til þess að fólk með kenndir sem þessar skuli ganga um laust og vonar að gerandinn finnist. 10. mars 2014 13:59 Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17. september 2011 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Verðum við ekki bara öll að reyna að standa saman, hafa augun ennþá meira opin og fylgjast með í kringum okkur?“ segir Grétar Hallur Þórisson, eigandi hryssunnar sem var misþyrmt um helgina í viðtali við Harmageddon.Grétar kom að hryssu sinni liggjandi úti í haga um helgina og sá fyrir tilviljun blóðtauma á innanverðu læri hennar. „Ég gekk þarna út í haga eins og ég geri gjarnan og það var tóm tilvijun að ég sé þetta. Það er nú ekki eins og maður gangi um hagana daglega og lyfti taglinu á hrossunum.“Skurður hryssunnar.vísir/aðsendMerin er fylfull og hélt Grétar að hún hefði látið folaldið. Við nánari athugun sá hann að blóðið kom úr skurði á kynfærum hryssunnar. Grétar gekk um svæðið og athugaði hvort hún hefði einhvers staðar getað rispað sig en ekkert benti þó til þess. Hann tók mynd af sári hryssunnar, sem er 5 sentimetra langt og sentimetra djúpt, og bendir allt til þess að skurðurinn sé af mannavöldum. Grétar gerir ráð fyrir því að þetta hafi verið gert í skjóli nætur því hann hafði ekki orðið var við neinar mannaferðir. „Sem betur fer kannast ég ekki við þessar kenndir og skil auðvitað ekkert í því. En ég bara býst við því að þetta sé alvarlega veikur einstaklingur. Geri ekki ráð fyrir að heilbrigt fólk bara geti gert svona.“ „Manni finnst þetta rosalega óhuggulegt og ég get ekki ímyndað mér hvað maður myndi segja eða gera ef maður myndi standa einhvern af verki.“ Merinni líður vel og grær sár hennar fljótt og örugglega. Hún er á húsi en fer aftur á haga á næstu dögum.
Tengdar fréttir Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12 Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04 „Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst“ Eigandi hryssunnar segir erfitt að hugsa til þess að fólk með kenndir sem þessar skuli ganga um laust og vonar að gerandinn finnist. 10. mars 2014 13:59 Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17. september 2011 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12
Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04
„Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst“ Eigandi hryssunnar segir erfitt að hugsa til þess að fólk með kenndir sem þessar skuli ganga um laust og vonar að gerandinn finnist. 10. mars 2014 13:59
Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17. september 2011 06:00