Rikka: Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar 19. mars 2014 15:30 Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona birti meðfylgjandi mynd og texta á Facebooksíðunni sinni í dag: „Ég sofnaði og vaknaði með kvíðahnút í maganum. Hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í núna ... ,,Rikka, geturðu ekki bara verið inni í þægindarhringnum eins og venjulegt fólk?!!” hugsaði ég. ..,,Vesen á þér alltaf hreint”. Dagurinn var runnin upp, hugmyndin sem að ég fékk í fyrradag var kannski ekkert svo góð eftir allt saman. Ég klæddi mig í, reimdi á mig gönguskónna, knúsaði kærastann minn extra mikið og keyrði af stað í áttina til Þingvalla. Þegar ég mætti á svæðið var Andri, framleiðandinn minn, mættur. Hann var eitt stórt bros, eins og lítill krakki í dótabúð og hefur örugglega ekki verið eins hamingjusamur síðan á brúðkaupsdaginn sinn. Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar. Ég var að fara að kafa í einum kaldasta polli á landinu, Silfru. Mér leið ögn betur þegar ég hitti hann Finna hjá Scuba Iceland og vissi þá að ég væri í höndum fagmanna. Ég var klædd í skíðagalla og svo þurrbúning þar yfir. Hálsmálið á búningnum var það þröngt að ég var heppin að halda í eitthvað af hárinu þegar ég loksins komst í gegn. Að lokum voru svo sett á mig lóð, súrefniskútar, lungu og hvaðeina, samtals var búnaðurinn þyngri en ég sjálf. Ég gekk af stað í áttina að Silfru ... eitt skref í einu. Það verður seint sagt að göngulagið hafi verið tignarlegt, meira svona eins og nývaknaður, gigtveikur Lego kall. Eftur stutta en áhugaverða göngu vorum við loksins komin að aftökustaðnum. Þá var komið að því og ekki aftur snúið, ég skyldi fara ofan í hylinn. Finni setti á mig blöðkur, rétti mér köfunargleraugu og sagði mér að hrækja í þau og skella þeim svo í andlitið á mér. Ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra ... Ég gerði það sem mér var sagt og tók skrefin niður tröppurnar og fann hvernig ískalda vatnið umlukti líkama minn smám saman. Finni skellti upp í mig lunganu svokallaða og dró mig á kaf. Það tók mig nokkurn tíma að venjast aðstæðum, kuldinn í vatninu sem í fyrstu var óbærilegur fyrir andlitlið á mér vandist svo eftir því sem að ég fór oftar í kaf. Þegar ég náði loksins að slaka á fór ég að taka eftir fegurðinni í kringum mig, ótrúlegri náttúrufegurð sem var engri lík. Ég fann ekki lengur fyrir líkamanum, óttinn var farinn og upplifunin yfirsterkari. Þarna blasti við mér nýr heimur og ný vídd sem hafði hingað til verið mér hulinn. Á þessari stundu fann ég hjá mér sterka kennd og skyldu til að vernda og varðveita þetta fallega land sem við eigum, uppfullt af leyndardómum og yfirnáttúrulegum upplifunum. - Ekki missa af þessu og öðru vatnasporti í Léttum sprettum í kvöld klukkan 20:30.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona birti meðfylgjandi mynd og texta á Facebooksíðunni sinni í dag: „Ég sofnaði og vaknaði með kvíðahnút í maganum. Hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í núna ... ,,Rikka, geturðu ekki bara verið inni í þægindarhringnum eins og venjulegt fólk?!!” hugsaði ég. ..,,Vesen á þér alltaf hreint”. Dagurinn var runnin upp, hugmyndin sem að ég fékk í fyrradag var kannski ekkert svo góð eftir allt saman. Ég klæddi mig í, reimdi á mig gönguskónna, knúsaði kærastann minn extra mikið og keyrði af stað í áttina til Þingvalla. Þegar ég mætti á svæðið var Andri, framleiðandinn minn, mættur. Hann var eitt stórt bros, eins og lítill krakki í dótabúð og hefur örugglega ekki verið eins hamingjusamur síðan á brúðkaupsdaginn sinn. Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar. Ég var að fara að kafa í einum kaldasta polli á landinu, Silfru. Mér leið ögn betur þegar ég hitti hann Finna hjá Scuba Iceland og vissi þá að ég væri í höndum fagmanna. Ég var klædd í skíðagalla og svo þurrbúning þar yfir. Hálsmálið á búningnum var það þröngt að ég var heppin að halda í eitthvað af hárinu þegar ég loksins komst í gegn. Að lokum voru svo sett á mig lóð, súrefniskútar, lungu og hvaðeina, samtals var búnaðurinn þyngri en ég sjálf. Ég gekk af stað í áttina að Silfru ... eitt skref í einu. Það verður seint sagt að göngulagið hafi verið tignarlegt, meira svona eins og nývaknaður, gigtveikur Lego kall. Eftur stutta en áhugaverða göngu vorum við loksins komin að aftökustaðnum. Þá var komið að því og ekki aftur snúið, ég skyldi fara ofan í hylinn. Finni setti á mig blöðkur, rétti mér köfunargleraugu og sagði mér að hrækja í þau og skella þeim svo í andlitið á mér. Ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra ... Ég gerði það sem mér var sagt og tók skrefin niður tröppurnar og fann hvernig ískalda vatnið umlukti líkama minn smám saman. Finni skellti upp í mig lunganu svokallaða og dró mig á kaf. Það tók mig nokkurn tíma að venjast aðstæðum, kuldinn í vatninu sem í fyrstu var óbærilegur fyrir andlitlið á mér vandist svo eftir því sem að ég fór oftar í kaf. Þegar ég náði loksins að slaka á fór ég að taka eftir fegurðinni í kringum mig, ótrúlegri náttúrufegurð sem var engri lík. Ég fann ekki lengur fyrir líkamanum, óttinn var farinn og upplifunin yfirsterkari. Þarna blasti við mér nýr heimur og ný vídd sem hafði hingað til verið mér hulinn. Á þessari stundu fann ég hjá mér sterka kennd og skyldu til að vernda og varðveita þetta fallega land sem við eigum, uppfullt af leyndardómum og yfirnáttúrulegum upplifunum. - Ekki missa af þessu og öðru vatnasporti í Léttum sprettum í kvöld klukkan 20:30.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira