Rikka: Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar 19. mars 2014 15:30 Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona birti meðfylgjandi mynd og texta á Facebooksíðunni sinni í dag: „Ég sofnaði og vaknaði með kvíðahnút í maganum. Hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í núna ... ,,Rikka, geturðu ekki bara verið inni í þægindarhringnum eins og venjulegt fólk?!!” hugsaði ég. ..,,Vesen á þér alltaf hreint”. Dagurinn var runnin upp, hugmyndin sem að ég fékk í fyrradag var kannski ekkert svo góð eftir allt saman. Ég klæddi mig í, reimdi á mig gönguskónna, knúsaði kærastann minn extra mikið og keyrði af stað í áttina til Þingvalla. Þegar ég mætti á svæðið var Andri, framleiðandinn minn, mættur. Hann var eitt stórt bros, eins og lítill krakki í dótabúð og hefur örugglega ekki verið eins hamingjusamur síðan á brúðkaupsdaginn sinn. Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar. Ég var að fara að kafa í einum kaldasta polli á landinu, Silfru. Mér leið ögn betur þegar ég hitti hann Finna hjá Scuba Iceland og vissi þá að ég væri í höndum fagmanna. Ég var klædd í skíðagalla og svo þurrbúning þar yfir. Hálsmálið á búningnum var það þröngt að ég var heppin að halda í eitthvað af hárinu þegar ég loksins komst í gegn. Að lokum voru svo sett á mig lóð, súrefniskútar, lungu og hvaðeina, samtals var búnaðurinn þyngri en ég sjálf. Ég gekk af stað í áttina að Silfru ... eitt skref í einu. Það verður seint sagt að göngulagið hafi verið tignarlegt, meira svona eins og nývaknaður, gigtveikur Lego kall. Eftur stutta en áhugaverða göngu vorum við loksins komin að aftökustaðnum. Þá var komið að því og ekki aftur snúið, ég skyldi fara ofan í hylinn. Finni setti á mig blöðkur, rétti mér köfunargleraugu og sagði mér að hrækja í þau og skella þeim svo í andlitið á mér. Ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra ... Ég gerði það sem mér var sagt og tók skrefin niður tröppurnar og fann hvernig ískalda vatnið umlukti líkama minn smám saman. Finni skellti upp í mig lunganu svokallaða og dró mig á kaf. Það tók mig nokkurn tíma að venjast aðstæðum, kuldinn í vatninu sem í fyrstu var óbærilegur fyrir andlitlið á mér vandist svo eftir því sem að ég fór oftar í kaf. Þegar ég náði loksins að slaka á fór ég að taka eftir fegurðinni í kringum mig, ótrúlegri náttúrufegurð sem var engri lík. Ég fann ekki lengur fyrir líkamanum, óttinn var farinn og upplifunin yfirsterkari. Þarna blasti við mér nýr heimur og ný vídd sem hafði hingað til verið mér hulinn. Á þessari stundu fann ég hjá mér sterka kennd og skyldu til að vernda og varðveita þetta fallega land sem við eigum, uppfullt af leyndardómum og yfirnáttúrulegum upplifunum. - Ekki missa af þessu og öðru vatnasporti í Léttum sprettum í kvöld klukkan 20:30.“ Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona birti meðfylgjandi mynd og texta á Facebooksíðunni sinni í dag: „Ég sofnaði og vaknaði með kvíðahnút í maganum. Hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í núna ... ,,Rikka, geturðu ekki bara verið inni í þægindarhringnum eins og venjulegt fólk?!!” hugsaði ég. ..,,Vesen á þér alltaf hreint”. Dagurinn var runnin upp, hugmyndin sem að ég fékk í fyrradag var kannski ekkert svo góð eftir allt saman. Ég klæddi mig í, reimdi á mig gönguskónna, knúsaði kærastann minn extra mikið og keyrði af stað í áttina til Þingvalla. Þegar ég mætti á svæðið var Andri, framleiðandinn minn, mættur. Hann var eitt stórt bros, eins og lítill krakki í dótabúð og hefur örugglega ekki verið eins hamingjusamur síðan á brúðkaupsdaginn sinn. Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar. Ég var að fara að kafa í einum kaldasta polli á landinu, Silfru. Mér leið ögn betur þegar ég hitti hann Finna hjá Scuba Iceland og vissi þá að ég væri í höndum fagmanna. Ég var klædd í skíðagalla og svo þurrbúning þar yfir. Hálsmálið á búningnum var það þröngt að ég var heppin að halda í eitthvað af hárinu þegar ég loksins komst í gegn. Að lokum voru svo sett á mig lóð, súrefniskútar, lungu og hvaðeina, samtals var búnaðurinn þyngri en ég sjálf. Ég gekk af stað í áttina að Silfru ... eitt skref í einu. Það verður seint sagt að göngulagið hafi verið tignarlegt, meira svona eins og nývaknaður, gigtveikur Lego kall. Eftur stutta en áhugaverða göngu vorum við loksins komin að aftökustaðnum. Þá var komið að því og ekki aftur snúið, ég skyldi fara ofan í hylinn. Finni setti á mig blöðkur, rétti mér köfunargleraugu og sagði mér að hrækja í þau og skella þeim svo í andlitið á mér. Ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra ... Ég gerði það sem mér var sagt og tók skrefin niður tröppurnar og fann hvernig ískalda vatnið umlukti líkama minn smám saman. Finni skellti upp í mig lunganu svokallaða og dró mig á kaf. Það tók mig nokkurn tíma að venjast aðstæðum, kuldinn í vatninu sem í fyrstu var óbærilegur fyrir andlitlið á mér vandist svo eftir því sem að ég fór oftar í kaf. Þegar ég náði loksins að slaka á fór ég að taka eftir fegurðinni í kringum mig, ótrúlegri náttúrufegurð sem var engri lík. Ég fann ekki lengur fyrir líkamanum, óttinn var farinn og upplifunin yfirsterkari. Þarna blasti við mér nýr heimur og ný vídd sem hafði hingað til verið mér hulinn. Á þessari stundu fann ég hjá mér sterka kennd og skyldu til að vernda og varðveita þetta fallega land sem við eigum, uppfullt af leyndardómum og yfirnáttúrulegum upplifunum. - Ekki missa af þessu og öðru vatnasporti í Léttum sprettum í kvöld klukkan 20:30.“
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira