Kannast ekki við pólitískar hnífstungur Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2014 19:56 Forseti bæjarstjórnar í Kópavogi kannast ekki við að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi sé klofinn. Hún undrast ummæli Margrétar Friðriksdóttir sem sækist eftir að leiða lista flokksins í komandi prófkjöri. Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að menn kæmu með hnífa í bakinu eftir störf í flokknum. Margrét Friðriksdóttir skólameistari MK, sem sækist eftir efsta sæti á lista sjálfstæðismanna, sagði á laugardag að flokkurinn væri klofinn. Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, undrast ummæli kollega sinna í flokknum. „Að það sé hyldýpi, hnífakast og agaleysi er eitthvað sem ég kannast alls ekki við,“ segir Margrét.Er Margrét Friðriksdóttir þá að segja ósátt? „Hún hefur einhvers staðar heimildir um þetta. Ég hef ekki þær heimildir. Ég er starfandi forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og kannast ekki við þetta. Margrét verður að svara fyrir það hvar hún hefur þessar upplýsingar,“ segir Margrét Björnsdóttir. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá er mikill ágreiningur milli stuðningsmanna Ármanns Kr. Ólafssonar annars vegar og Gunnar Inga Birgissonar hins vegar. Stuðningsmenn Ármanns segja Gunnar reyna að kljúfa flokkinn og koma Ármanni frá völdum. Gunnar studdi nýverið tillögu minnihlutans á kaupum á 30-40 leiguíbúðum vegna neyðarástands á leigumarkaði sem olli upplausn innan meirihlutans. Prófkjör Sjálfstæðismanna fer fram á laugardag. Tengdar fréttir Ásakanir byggðar á algerum misskilningi Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir ásakanir á hendur sér byggðar á algerum misskilningi um eðli meðmælabréfa. 1. febrúar 2014 11:32 Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00 Frambjóðandi þreyttur á leðjuslag í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir menn koma heim með þrjá fjóra hnífa í bakinu eftir starf í flokknum og er orðinn þreyttur á leðjuslagnum innan flokksins. 1. febrúar 2014 14:05 Mikil harka í baráttunni um oddvitasætið Margréti Friðriksdóttur sem keppir um 1. sætið á lista Sjálfstæðismanna líst ekki á að menn inna flokksins tali um að þeir sé með rítinga í bakinu vegna starfa í flokknum. 1. febrúar 2014 19:56 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar í Kópavogi kannast ekki við að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi sé klofinn. Hún undrast ummæli Margrétar Friðriksdóttir sem sækist eftir að leiða lista flokksins í komandi prófkjöri. Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að menn kæmu með hnífa í bakinu eftir störf í flokknum. Margrét Friðriksdóttir skólameistari MK, sem sækist eftir efsta sæti á lista sjálfstæðismanna, sagði á laugardag að flokkurinn væri klofinn. Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, undrast ummæli kollega sinna í flokknum. „Að það sé hyldýpi, hnífakast og agaleysi er eitthvað sem ég kannast alls ekki við,“ segir Margrét.Er Margrét Friðriksdóttir þá að segja ósátt? „Hún hefur einhvers staðar heimildir um þetta. Ég hef ekki þær heimildir. Ég er starfandi forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og kannast ekki við þetta. Margrét verður að svara fyrir það hvar hún hefur þessar upplýsingar,“ segir Margrét Björnsdóttir. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá er mikill ágreiningur milli stuðningsmanna Ármanns Kr. Ólafssonar annars vegar og Gunnar Inga Birgissonar hins vegar. Stuðningsmenn Ármanns segja Gunnar reyna að kljúfa flokkinn og koma Ármanni frá völdum. Gunnar studdi nýverið tillögu minnihlutans á kaupum á 30-40 leiguíbúðum vegna neyðarástands á leigumarkaði sem olli upplausn innan meirihlutans. Prófkjör Sjálfstæðismanna fer fram á laugardag.
Tengdar fréttir Ásakanir byggðar á algerum misskilningi Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir ásakanir á hendur sér byggðar á algerum misskilningi um eðli meðmælabréfa. 1. febrúar 2014 11:32 Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00 Frambjóðandi þreyttur á leðjuslag í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir menn koma heim með þrjá fjóra hnífa í bakinu eftir starf í flokknum og er orðinn þreyttur á leðjuslagnum innan flokksins. 1. febrúar 2014 14:05 Mikil harka í baráttunni um oddvitasætið Margréti Friðriksdóttur sem keppir um 1. sætið á lista Sjálfstæðismanna líst ekki á að menn inna flokksins tali um að þeir sé með rítinga í bakinu vegna starfa í flokknum. 1. febrúar 2014 19:56 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Ásakanir byggðar á algerum misskilningi Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir ásakanir á hendur sér byggðar á algerum misskilningi um eðli meðmælabréfa. 1. febrúar 2014 11:32
Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00
Frambjóðandi þreyttur á leðjuslag í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir menn koma heim með þrjá fjóra hnífa í bakinu eftir starf í flokknum og er orðinn þreyttur á leðjuslagnum innan flokksins. 1. febrúar 2014 14:05
Mikil harka í baráttunni um oddvitasætið Margréti Friðriksdóttur sem keppir um 1. sætið á lista Sjálfstæðismanna líst ekki á að menn inna flokksins tali um að þeir sé með rítinga í bakinu vegna starfa í flokknum. 1. febrúar 2014 19:56