Enski boltinn

Öll mörkin og helstu tilþrifin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Myndböndin birtast að hverri umferð lokinni og eru í birtingu í eina viku. Þar má sjá öll mörk leikjanna sem og helstu tilþrifin. Umferðinni lauk með stórleik Manchester City og Chelsea í gær en samantekt úr honum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Það má einnig finna fjölmörg myndbönd þar sem umferðin er gerð upp í máli og myndum. Leikmaður og lið umferðarinnar er valið, sem og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og eftirminnilegasta augnablikið.

En fyrir þá sem vilja einfaldlega sjá allt það helsta sem gerðist í umferðinni í stuttu og skemmtilegu myndbandi er það einnig í boði. Þá eru flottustu tilþrifin tekin saman og slegið á létta strengi.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vísis um leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Chelsea hafði betur í stórslagnum á Etihad

Manchester City hafði skorað í 61 leik í röð þegar lærisveinar Jose Mourinho í Chelsea mættu í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu liðsmenn Portúgalans betur í stórleiknum, nú 1-0.

Oxlade-Chamberlain skaut Arsenal á toppinn

Alex Oxlade-Chamberlain var hetja Arsenal í 2-0 sigri á Crystal Palace á Emirates-vellinum í dag. Oxlade-Chamberlain skoraði bæði mörk Arsenal og tryggði skyttunum stigin þrjú.

Nolan með bæði mörkin í sigri West Ham

Kevin Nolan, fyrirliði West Ham, skoraði bæði mörk síns liðs þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrsti sigur Stoke á Manchester United síðan 1984

Stoke City endaði þriggja leikja taphrinu og vann sinn fyrsta deildarsigur síðan fyrir jól þegar liðið vann 2-1 sigur á Manchester United á Britania-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sunderland vann þriðja sigurinn í röð á Newcastle

Fabio Borini, lánsmaður frá Liverpool, skoraði eitt og lagði upp annað þegar Sunderland vann 3-0 útisigur á nágrönnunum í Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á St James' Park í dag. Adam Johnson var einnig áfram á skotskónum hjá Newcastle.

Liverpool missteig sig á The Hawthorns

Skelfileg mistök Kolo Toure kostuðu Liverpool stigin þrjú í 1-1 jafntefli Liverpool gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag á The Hawthorns. Liverpool er sex stigum frá toppliði Manchester City eftir leikinn en toppliðin þrjú eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×