„Bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið“ Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2014 16:00 Þorbjörg Helga í hlutverki sínu. „Ég vissi nú svo sem alveg að myndin fengi tilnefningar, en fjöldinn kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Málmhaus. Tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár voru tilkynntar í gær og hlaut Málmhaus flestar tilnefningar, 16 talsins. „Þessu fylgir mikil gleði og stolt, bæði fyrir myndarinnar hönd og samstarfsfólks,“ segir Ragnar. Hann nefnir sérstaklega leikara myndarinnar í þessu sambandi en fimm þeirra hlutu tilnefningu fyrir frammistöðu sína, þeirra á meðal Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir aðalhlutverk. „Það bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið.“Alls voru 108 verk send til tilnefningar í ár, sem er met. Ragnar segir þetta jákvætt en telur þó að fjöldi verkefna í kvikmyndaiðnaðinum gæti komið til með að dragast saman á næstu árum vegna niðurskurðar hins opinbera. „Mann grunar svolítið að þetta verði svona stór Edda og svo fari þetta minnkandi. Maður verður bara að vona það besta, að stjórnvöld sjái að sér og átti sig á mikilvægi þess að halda hér uppi öflugum kvikmyndaiðnaði.“ Edduverðlaunin verða veitt þann 22. febrúar og verður sýnt beint frá hátíðinni á Stöð 2. Ragnar er hóflega vongóður á gengi Málmhauss. „Það er svo mikið af frábærum verkefnum, myndir eins og Hross í Oss og XL sem eiga verðlaun skilið,“ segir hann. „Þetta verður mjög spennandi Edda í ár.“ Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég vissi nú svo sem alveg að myndin fengi tilnefningar, en fjöldinn kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Málmhaus. Tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár voru tilkynntar í gær og hlaut Málmhaus flestar tilnefningar, 16 talsins. „Þessu fylgir mikil gleði og stolt, bæði fyrir myndarinnar hönd og samstarfsfólks,“ segir Ragnar. Hann nefnir sérstaklega leikara myndarinnar í þessu sambandi en fimm þeirra hlutu tilnefningu fyrir frammistöðu sína, þeirra á meðal Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir aðalhlutverk. „Það bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið.“Alls voru 108 verk send til tilnefningar í ár, sem er met. Ragnar segir þetta jákvætt en telur þó að fjöldi verkefna í kvikmyndaiðnaðinum gæti komið til með að dragast saman á næstu árum vegna niðurskurðar hins opinbera. „Mann grunar svolítið að þetta verði svona stór Edda og svo fari þetta minnkandi. Maður verður bara að vona það besta, að stjórnvöld sjái að sér og átti sig á mikilvægi þess að halda hér uppi öflugum kvikmyndaiðnaði.“ Edduverðlaunin verða veitt þann 22. febrúar og verður sýnt beint frá hátíðinni á Stöð 2. Ragnar er hóflega vongóður á gengi Málmhauss. „Það er svo mikið af frábærum verkefnum, myndir eins og Hross í Oss og XL sem eiga verðlaun skilið,“ segir hann. „Þetta verður mjög spennandi Edda í ár.“
Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira