Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2014 18:45 Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen. Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen.
Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33
Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39