Sport

Ólympíudraumurinn dáinn - Halldór Helga situr eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Helgason.
Halldór Helgason. Mynd/NordicPhotos/Getty
Halldór Helgason verður ekki meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi en það var ljóst í kvöld þegar snjóbrettamaðurinn vinsæli komst ekki upp úr sínum riðli á móti í Stoneham í Kanada.

Halldór endaði aðeins í ellefta sæti í sínum riðli en tveir fyrstu komust beint í úrslit og þeir sem enduðu í 3. til 5. sæti komust í undanúrslit.  Þetta var síðasti möguleiki Halldórs til að ná nauðsynlegum FIS-stigum til að komast inn á leikana.

Seinni ferðin var aðeins betri hjá Halldóri en hann fékk 39.66 stig fyrir hana. Halldór fékk 33,00 stig frá þremur dómurum fyrir fyrri ferðina.

Síðasti maður inn í undanúrslitin var 70.66 stig og Halldór var því langt frá því að komast áfram í næstu umferð.

Halldór hefði orðið fyrsti íslenski brettamaðurinn sem keppir á Vetrarólympíuleikunum en ekkert verður að því í minnsta kosti ekki á þessum leikum.

Það er hægt að sjá úrslitin úr riðli Halldórs með því að smella hér.

Halldór mætir aftur til leiks í næstu viku þegar hann keppir í tveimur greinum á X-Games í Aspen í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×