Sport

Slagsmál út um allan völl eftir tvær sekúndur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það sauð allt uppúr á upphafsminútum leiksins
Það sauð allt uppúr á upphafsminútum leiksins Mynd/Gettyimages
Aðeins tvær sekúndur liðu í upphafi leik Vancouver Canucks og Calgary Flames áður en slagsmál byrjuðu hjá leikmönnum liðanna. Alls átta leikmenn voru sendir í skammarkrókinn þegar tvær sekúndur voru liðnar af leiknum.

Mikill rígur er á milli liðanna sem koma frá tveimur stærstu borgum í vestur Kanada og sem deila mismunandi pólitískum skoðunum.

Vancouver Canucks sigraði leikinn 3-2 en það var ekki það sem var til umræðu eftir leikinn heldur fyrstu sekúndur leiksins.

Sjón er sögu ríkari og má sjá myndband frá þessu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×