Sport

Náði frábærri mynd og lést síðan

Síðasta myndin. Martin náði þessari frábæru mynd. Skömmu síðar fékk hann hjartaáfall.
Síðasta myndin. Martin náði þessari frábæru mynd. Skömmu síðar fékk hann hjartaáfall. mynd/dave martin/ap
Í kringum áramótin fara fram úrslitaleikirnir í ameríska háskólaruðningnum. Harmleikur varð á einum þeirra sem fram fór á gamlársdag.

Hinn 59 ára gamli ljósmyndari AP, Dave Martin, var nýbúinn að ná frábærri mynd af Kevin Sumlin, þjálfara Texas A&M, er hans lið vann 52-48 sigur á Duke í Chick-fil-A Bowl-leiknum, er hann féll til jarðar.

Martin fékk hjartaáfall og lést um morguninn á sjúkrahúsi.

Hans hefur verið minnst víða enda þekktur ljósmyndari sem hafði myndað marga stórviðburði. Fór hann meðal annars til Írak, Afganistan og Haíti að mynda ásamt óteljandi stórmótum í íþróttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×