Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. janúar 2014 19:18 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julian Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í þessum mánuði. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að ekki sé hægt að trúa orði úr munni Sigurðar. David Kushner, blaðamaður Rolling Stone, segir að Siggi hakkari hafi látið tímaritinu í té yfir terabæt af leynilegum skjölum og gögnum um Wikileaks. Kushner telur að gögnin séu annað hvort sönn eða umfangsmesta lygi á tækniöld. Nýjasta hefti Rolling Stone tímaritsins kemur út 16. janúar næstkomandi.Mynd/Rolling Stone Afritaði og stal gögnum í stað þess að eyða Einn ótrúlegasti hluti greinarinnar er aðkoma Sigga hakkara að Milestone. Hann greinir frá því að hann hafi 14 ára gamall lagað bilaða tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni sem starfaði hjá Milestone. Siggi hitti manninn í flugvél á leið heim úr fríi með fjölskyldunni. Maðurinn var svo ánægður með tölvukunnáttu Sigga að hann bauð honum starf hjá fyrirtæki sínu við að eyða gögnum. Í stað þess að eyða gögnunum þá afritaði Siggi þau og lak til DV. Þetta er í fyrsta sinn sem Siggi hakkari viðurkennir opinberlega að hann hafi staðið á bakvið lekann. Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange og að sögn Sigga varð mikill vinskapur þeirra á milli. Árið 2010 var Siggi orðinn einn nánasti samstarfsmaður Assange. Hann segir meðal annars að stjórnandi Wikileaks hafi beðið sig um að njósna um starfsmenn samtakanna. Óttaðist að enda í Guantanamo Í viðtalinu segir Siggi að sumarið 2011 hafi sektarkenndin og hræðslan við að enda í fangabúðunum í Guntanamo borið hann ofurliði og óskaði hann eftir samstarfi við bandarísk yfirvöld. Fulltrúar FBI komu síðar hingað til lands og fengu upplýsingar frá Sigga um starfsemi Wikileaks. Siggi sveik Julian Assange og segir að það hafi verið vegna þess að sú hugmyndarfræði sem var á bakvið Wikileaks í upphafi væri ekki lengur til staðar. Siggi hakkari er í dag 21 árs gamall og voru unglingsár hans svo sannarlega öðruvísi en hjá flestum íslenskum jafnöldrum hans. Siggi segir óvíst hvort hann muni bera vitni gegn Assange í framtíðinni en leggur áherslu á að sannleikurinn komi í dagsljósið. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Rolling Stone um Sigga hakkara. Með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í yfirlýsingu til fréttastofu að umfjöllun Rolling Stone sé dæmi um útkomu í blaðamennsku þegar aðal heimildarmaðurinn er með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu, hefur orðið uppvís að ósannindum, fölsunum gagna, þjófnaði, auk þess að vera nýverið dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Kristinn segir jafnframt að blaðamaður bæti inn efnisatriðum sem eiga að styðja myndina, sem hann vill draga upp, sleppir öðrum sem honum var fullkunnugt um en skýtur samt inn þeim varnagla að mögulega sé þetta uppsuni. „Miðað við fyrri skrif blaðamannsins um WikiLeaks koma þessi vinnubrögð þó ekki á óvart,“ segir Kristinn. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julian Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í þessum mánuði. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að ekki sé hægt að trúa orði úr munni Sigurðar. David Kushner, blaðamaður Rolling Stone, segir að Siggi hakkari hafi látið tímaritinu í té yfir terabæt af leynilegum skjölum og gögnum um Wikileaks. Kushner telur að gögnin séu annað hvort sönn eða umfangsmesta lygi á tækniöld. Nýjasta hefti Rolling Stone tímaritsins kemur út 16. janúar næstkomandi.Mynd/Rolling Stone Afritaði og stal gögnum í stað þess að eyða Einn ótrúlegasti hluti greinarinnar er aðkoma Sigga hakkara að Milestone. Hann greinir frá því að hann hafi 14 ára gamall lagað bilaða tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni sem starfaði hjá Milestone. Siggi hitti manninn í flugvél á leið heim úr fríi með fjölskyldunni. Maðurinn var svo ánægður með tölvukunnáttu Sigga að hann bauð honum starf hjá fyrirtæki sínu við að eyða gögnum. Í stað þess að eyða gögnunum þá afritaði Siggi þau og lak til DV. Þetta er í fyrsta sinn sem Siggi hakkari viðurkennir opinberlega að hann hafi staðið á bakvið lekann. Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange og að sögn Sigga varð mikill vinskapur þeirra á milli. Árið 2010 var Siggi orðinn einn nánasti samstarfsmaður Assange. Hann segir meðal annars að stjórnandi Wikileaks hafi beðið sig um að njósna um starfsmenn samtakanna. Óttaðist að enda í Guantanamo Í viðtalinu segir Siggi að sumarið 2011 hafi sektarkenndin og hræðslan við að enda í fangabúðunum í Guntanamo borið hann ofurliði og óskaði hann eftir samstarfi við bandarísk yfirvöld. Fulltrúar FBI komu síðar hingað til lands og fengu upplýsingar frá Sigga um starfsemi Wikileaks. Siggi sveik Julian Assange og segir að það hafi verið vegna þess að sú hugmyndarfræði sem var á bakvið Wikileaks í upphafi væri ekki lengur til staðar. Siggi hakkari er í dag 21 árs gamall og voru unglingsár hans svo sannarlega öðruvísi en hjá flestum íslenskum jafnöldrum hans. Siggi segir óvíst hvort hann muni bera vitni gegn Assange í framtíðinni en leggur áherslu á að sannleikurinn komi í dagsljósið. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Rolling Stone um Sigga hakkara. Með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í yfirlýsingu til fréttastofu að umfjöllun Rolling Stone sé dæmi um útkomu í blaðamennsku þegar aðal heimildarmaðurinn er með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu, hefur orðið uppvís að ósannindum, fölsunum gagna, þjófnaði, auk þess að vera nýverið dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Kristinn segir jafnframt að blaðamaður bæti inn efnisatriðum sem eiga að styðja myndina, sem hann vill draga upp, sleppir öðrum sem honum var fullkunnugt um en skýtur samt inn þeim varnagla að mögulega sé þetta uppsuni. „Miðað við fyrri skrif blaðamannsins um WikiLeaks koma þessi vinnubrögð þó ekki á óvart,“ segir Kristinn.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira