Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. janúar 2014 19:18 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julian Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í þessum mánuði. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að ekki sé hægt að trúa orði úr munni Sigurðar. David Kushner, blaðamaður Rolling Stone, segir að Siggi hakkari hafi látið tímaritinu í té yfir terabæt af leynilegum skjölum og gögnum um Wikileaks. Kushner telur að gögnin séu annað hvort sönn eða umfangsmesta lygi á tækniöld. Nýjasta hefti Rolling Stone tímaritsins kemur út 16. janúar næstkomandi.Mynd/Rolling Stone Afritaði og stal gögnum í stað þess að eyða Einn ótrúlegasti hluti greinarinnar er aðkoma Sigga hakkara að Milestone. Hann greinir frá því að hann hafi 14 ára gamall lagað bilaða tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni sem starfaði hjá Milestone. Siggi hitti manninn í flugvél á leið heim úr fríi með fjölskyldunni. Maðurinn var svo ánægður með tölvukunnáttu Sigga að hann bauð honum starf hjá fyrirtæki sínu við að eyða gögnum. Í stað þess að eyða gögnunum þá afritaði Siggi þau og lak til DV. Þetta er í fyrsta sinn sem Siggi hakkari viðurkennir opinberlega að hann hafi staðið á bakvið lekann. Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange og að sögn Sigga varð mikill vinskapur þeirra á milli. Árið 2010 var Siggi orðinn einn nánasti samstarfsmaður Assange. Hann segir meðal annars að stjórnandi Wikileaks hafi beðið sig um að njósna um starfsmenn samtakanna. Óttaðist að enda í Guantanamo Í viðtalinu segir Siggi að sumarið 2011 hafi sektarkenndin og hræðslan við að enda í fangabúðunum í Guntanamo borið hann ofurliði og óskaði hann eftir samstarfi við bandarísk yfirvöld. Fulltrúar FBI komu síðar hingað til lands og fengu upplýsingar frá Sigga um starfsemi Wikileaks. Siggi sveik Julian Assange og segir að það hafi verið vegna þess að sú hugmyndarfræði sem var á bakvið Wikileaks í upphafi væri ekki lengur til staðar. Siggi hakkari er í dag 21 árs gamall og voru unglingsár hans svo sannarlega öðruvísi en hjá flestum íslenskum jafnöldrum hans. Siggi segir óvíst hvort hann muni bera vitni gegn Assange í framtíðinni en leggur áherslu á að sannleikurinn komi í dagsljósið. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Rolling Stone um Sigga hakkara. Með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í yfirlýsingu til fréttastofu að umfjöllun Rolling Stone sé dæmi um útkomu í blaðamennsku þegar aðal heimildarmaðurinn er með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu, hefur orðið uppvís að ósannindum, fölsunum gagna, þjófnaði, auk þess að vera nýverið dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Kristinn segir jafnframt að blaðamaður bæti inn efnisatriðum sem eiga að styðja myndina, sem hann vill draga upp, sleppir öðrum sem honum var fullkunnugt um en skýtur samt inn þeim varnagla að mögulega sé þetta uppsuni. „Miðað við fyrri skrif blaðamannsins um WikiLeaks koma þessi vinnubrögð þó ekki á óvart,“ segir Kristinn. Mál Sigga hakkara Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julian Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í þessum mánuði. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að ekki sé hægt að trúa orði úr munni Sigurðar. David Kushner, blaðamaður Rolling Stone, segir að Siggi hakkari hafi látið tímaritinu í té yfir terabæt af leynilegum skjölum og gögnum um Wikileaks. Kushner telur að gögnin séu annað hvort sönn eða umfangsmesta lygi á tækniöld. Nýjasta hefti Rolling Stone tímaritsins kemur út 16. janúar næstkomandi.Mynd/Rolling Stone Afritaði og stal gögnum í stað þess að eyða Einn ótrúlegasti hluti greinarinnar er aðkoma Sigga hakkara að Milestone. Hann greinir frá því að hann hafi 14 ára gamall lagað bilaða tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni sem starfaði hjá Milestone. Siggi hitti manninn í flugvél á leið heim úr fríi með fjölskyldunni. Maðurinn var svo ánægður með tölvukunnáttu Sigga að hann bauð honum starf hjá fyrirtæki sínu við að eyða gögnum. Í stað þess að eyða gögnunum þá afritaði Siggi þau og lak til DV. Þetta er í fyrsta sinn sem Siggi hakkari viðurkennir opinberlega að hann hafi staðið á bakvið lekann. Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange og að sögn Sigga varð mikill vinskapur þeirra á milli. Árið 2010 var Siggi orðinn einn nánasti samstarfsmaður Assange. Hann segir meðal annars að stjórnandi Wikileaks hafi beðið sig um að njósna um starfsmenn samtakanna. Óttaðist að enda í Guantanamo Í viðtalinu segir Siggi að sumarið 2011 hafi sektarkenndin og hræðslan við að enda í fangabúðunum í Guntanamo borið hann ofurliði og óskaði hann eftir samstarfi við bandarísk yfirvöld. Fulltrúar FBI komu síðar hingað til lands og fengu upplýsingar frá Sigga um starfsemi Wikileaks. Siggi sveik Julian Assange og segir að það hafi verið vegna þess að sú hugmyndarfræði sem var á bakvið Wikileaks í upphafi væri ekki lengur til staðar. Siggi hakkari er í dag 21 árs gamall og voru unglingsár hans svo sannarlega öðruvísi en hjá flestum íslenskum jafnöldrum hans. Siggi segir óvíst hvort hann muni bera vitni gegn Assange í framtíðinni en leggur áherslu á að sannleikurinn komi í dagsljósið. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Rolling Stone um Sigga hakkara. Með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í yfirlýsingu til fréttastofu að umfjöllun Rolling Stone sé dæmi um útkomu í blaðamennsku þegar aðal heimildarmaðurinn er með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu, hefur orðið uppvís að ósannindum, fölsunum gagna, þjófnaði, auk þess að vera nýverið dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Kristinn segir jafnframt að blaðamaður bæti inn efnisatriðum sem eiga að styðja myndina, sem hann vill draga upp, sleppir öðrum sem honum var fullkunnugt um en skýtur samt inn þeim varnagla að mögulega sé þetta uppsuni. „Miðað við fyrri skrif blaðamannsins um WikiLeaks koma þessi vinnubrögð þó ekki á óvart,“ segir Kristinn.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira