Ólöf snýr við ákvörðun Sigmundar Davíðs Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2014 17:46 Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í níu. Vísir/GVA Hornafjörður mun tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi samkvæmt ákvörðun Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Ólöf hefur því snúið við ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en hann hafði ákveðið að Hornafjörður skyldi tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi. Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í níu. „Þá hefur ráðherra skrifað undir reglugerð um umdæmamörk lögregluembætta og verða umdæmin framvegis 9 en þau voru áður 15. Breytingarnar eru meðal þeirra umfangsmestu á umræddum embættum á síðari árum. Hefur undirbúningur staðið lengi yfir og stjórnvöld átt víðtækt samráð við fjölmarga aðila. Í tengslum við breytingarnar á umdæmaskiptingu lögregluembættanna á Suðurlandi og Austurlandi ákvað innanríkisráðherra að láta gera úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi. Á grundvelli þeirrar úttektar hefur innanríkisráðherra ákveðið að Sveitarfélagið Hornafjörður skuli tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Ný lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði voru samþykkt á Alþingi í maí á þessu ári svo og breyting á lögreglulögum. Ný umdæmamörk embættanna eru ákveðin með reglugerðum eins og áskilið er í lögunum og þar er einnig kveðið á um hvar aðalstöð lögreglustjóra og aðalskrifstofa sýslumanns er í hverju umdæmi. Nýir lögreglustjórar og sýslumenn hafa verið skipaðir í embættin. Núverandi starfsstöðvar verða allar opnar áfram.Umdæmi sýslumanna Sýslumenn í umdæmunum 9 eru þessir: • Þórólfur Halldórsson í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. • Ólafur K. Ólafsson í umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi. • Jónas Guðmundsson í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum. • Bjarni G. Stefánsson í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra. • Svavar Pálsson í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra. • Lárus Bjarnason í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi. • Anna Birna Þráinsdóttir í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi. • Ásdís Ármannsdóttir í umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum. • Lára Huld Guðjónsdóttir í umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Hin nýju embætti munu taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en 2. janúar verða embættin lokuð vegna umfangsmikilla tölvukerfiskerfisbreytinga hjá ríkinu vegna umdæmabreytinganna,“ segir í frétt innanríkisráðuneytisins.Umdæmi lögreglustjóra Landið skiptist í 9 lögregluumdæmi. Með lögreglustjórn fara lögreglustjórar sem hér segir: • Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. • Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi. • Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri á Vestfjörðum. • Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. • Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. • Inger L. Jónsdóttir lögreglustjóri á Austurlandi. • Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi. • Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. • Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Hornafjörður mun tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi samkvæmt ákvörðun Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Ólöf hefur því snúið við ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en hann hafði ákveðið að Hornafjörður skyldi tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi. Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í níu. „Þá hefur ráðherra skrifað undir reglugerð um umdæmamörk lögregluembætta og verða umdæmin framvegis 9 en þau voru áður 15. Breytingarnar eru meðal þeirra umfangsmestu á umræddum embættum á síðari árum. Hefur undirbúningur staðið lengi yfir og stjórnvöld átt víðtækt samráð við fjölmarga aðila. Í tengslum við breytingarnar á umdæmaskiptingu lögregluembættanna á Suðurlandi og Austurlandi ákvað innanríkisráðherra að láta gera úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi. Á grundvelli þeirrar úttektar hefur innanríkisráðherra ákveðið að Sveitarfélagið Hornafjörður skuli tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Ný lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði voru samþykkt á Alþingi í maí á þessu ári svo og breyting á lögreglulögum. Ný umdæmamörk embættanna eru ákveðin með reglugerðum eins og áskilið er í lögunum og þar er einnig kveðið á um hvar aðalstöð lögreglustjóra og aðalskrifstofa sýslumanns er í hverju umdæmi. Nýir lögreglustjórar og sýslumenn hafa verið skipaðir í embættin. Núverandi starfsstöðvar verða allar opnar áfram.Umdæmi sýslumanna Sýslumenn í umdæmunum 9 eru þessir: • Þórólfur Halldórsson í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. • Ólafur K. Ólafsson í umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi. • Jónas Guðmundsson í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum. • Bjarni G. Stefánsson í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra. • Svavar Pálsson í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra. • Lárus Bjarnason í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi. • Anna Birna Þráinsdóttir í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi. • Ásdís Ármannsdóttir í umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum. • Lára Huld Guðjónsdóttir í umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Hin nýju embætti munu taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en 2. janúar verða embættin lokuð vegna umfangsmikilla tölvukerfiskerfisbreytinga hjá ríkinu vegna umdæmabreytinganna,“ segir í frétt innanríkisráðuneytisins.Umdæmi lögreglustjóra Landið skiptist í 9 lögregluumdæmi. Með lögreglustjórn fara lögreglustjórar sem hér segir: • Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. • Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi. • Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri á Vestfjörðum. • Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. • Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. • Inger L. Jónsdóttir lögreglustjóri á Austurlandi. • Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi. • Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. • Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira