Innlent

Styrkir embættið fyrir austan um 10 milljónir

Atli Ísleifsson skrifar
Hornafjörður mun tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.
Hornafjörður mun tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra. Vísir/GVA
Ólöf Nordal hefur ákveðið að styrkja lögregluembættið á Austurlandi um 10 milljónir króna í kjölfar úttektar á rekstrarforsendum.

Í frétt Vísis frá því fyrr í kvöld var greint frá því að Hornafjörður muni tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra. Ólöf sneri þar með við fyrri ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en hann hafði ákveðið að Hornafjörður skyldi tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi.

Í tilkynningu frá nýjum aðstoðarmanni ráðherra segir að í tengslum við breytingarnar á umdæmaskiptingu lögregluembættanna á Suðurlandi og Austurlandi hafi innanríkisráðherra ákveðið að láta gera úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi. „Niðurstaða úttektarinnar sýnir að nauðsynlegt er að efla lögregluna á Austurlandi. Því hefur verið ákveðið að styrkja lögregluembættið á Austurlandi um 10 milljónir króna. Í kjölfar þess hefur innanríkisráðherra ákveðið að lögregluembættið á Höfn skuli tilheyra umdæmi  lögreglustjórans á Suðurlandi.“

Sjá má uppfærða tilkynningu á vef ráðuneytisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×