"Ég þori ekki einu sinni að hugsa um það hvers er að vænta“ Gunnar Valþórsson og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2014 12:17 Liðlega þrítugur Íslendingur var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í Kína á Þorláksmessu. DV greindi frá þessu í morgun. Móðir mannsins hefur ekki náð sambandi við hann eftir að dómur féll. Maðurinn, Geir Gunnarsson, hefur verið búsettur í Kína um nokkurt skeið ásamt bróður sínum. Í janúar á síðasta ári lenti hann í deilum við leigubílstjóra sem reyndi að rukka hann of mikið. Því vildi Geir ekki una og í kjölfarið kom til handalögmála þar sem Geir sló bílstjórann kjaftshöggi. Bílstjórinn höfðaði mál og nú á Þorláksmessu féll dómur, Geir þarf að sitja ellefu mánuði í fangelsi. „Það hefur enginn fengið að heimsækja hann nema lögfræðingurinn,“ segir Edda Lára Guðgeirsdóttir, móðir Geirs. „Hann fær engin bréf eða neitt sem við erum öll búin að skrifa honum.“ Edda segir föður Geirs staddan í Kína þar sem hann hafi verið í sambandi við sendiráð Íslands í Peking. „Svo hef ég ekkert heyrt í tvo eða þrjá daga. Ég veit ekki hver gangur málsins er, það eru engar nýjar fréttir.“ Hún segir málið afar erfitt og taka mikið á fjölskylduna. „Þetta er rosalega erfitt. Þetta gerðist seinnipartinn í janúar í fyrra og málið tók alveg þessa 11 mánuði. Ég veit ekkert hvers á að vænta frá Kína. Þetta er búið að vera skrípaleikur dauðans. Væntingarnar eru auðvitað þær að drengurinn losni út, hvort sem þeir vilja síðan halda þessum dómi áfram eða hvað. Hann gæti þá bara klárað það hérna á Íslandi. Ég þori ekki einu sinni að hugsa um það hvers er að vænta.“ Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Liðlega þrítugur Íslendingur var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í Kína á Þorláksmessu. DV greindi frá þessu í morgun. Móðir mannsins hefur ekki náð sambandi við hann eftir að dómur féll. Maðurinn, Geir Gunnarsson, hefur verið búsettur í Kína um nokkurt skeið ásamt bróður sínum. Í janúar á síðasta ári lenti hann í deilum við leigubílstjóra sem reyndi að rukka hann of mikið. Því vildi Geir ekki una og í kjölfarið kom til handalögmála þar sem Geir sló bílstjórann kjaftshöggi. Bílstjórinn höfðaði mál og nú á Þorláksmessu féll dómur, Geir þarf að sitja ellefu mánuði í fangelsi. „Það hefur enginn fengið að heimsækja hann nema lögfræðingurinn,“ segir Edda Lára Guðgeirsdóttir, móðir Geirs. „Hann fær engin bréf eða neitt sem við erum öll búin að skrifa honum.“ Edda segir föður Geirs staddan í Kína þar sem hann hafi verið í sambandi við sendiráð Íslands í Peking. „Svo hef ég ekkert heyrt í tvo eða þrjá daga. Ég veit ekki hver gangur málsins er, það eru engar nýjar fréttir.“ Hún segir málið afar erfitt og taka mikið á fjölskylduna. „Þetta er rosalega erfitt. Þetta gerðist seinnipartinn í janúar í fyrra og málið tók alveg þessa 11 mánuði. Ég veit ekkert hvers á að vænta frá Kína. Þetta er búið að vera skrípaleikur dauðans. Væntingarnar eru auðvitað þær að drengurinn losni út, hvort sem þeir vilja síðan halda þessum dómi áfram eða hvað. Hann gæti þá bara klárað það hérna á Íslandi. Ég þori ekki einu sinni að hugsa um það hvers er að vænta.“
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira