Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2014 11:25 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. VÍSIR/DANÍEL Forsætisráðherra segir að dagurinn í dag sé gleðistund fyrir heimilin í landinu og fyrir ríkisstjórnina en í dag verða niðurstöður lækkunar á höfuðstól húsnæðislána heimilanna kynntar. Sextíu og níu þúsund umsækjendur geta síðan kynnt sér persónulega hvað kemur í þeirra hlut á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fjallar um leiðréttinguna svokölluðu í grein í Morgunblaðinu í dag og segir að hún færi verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin sé óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. Leiðréttingin sé réttlætismál. Sigmundur Davíð segir leiðréttinguna einungis fyrstu aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs séu mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig muni öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum. Öll þessi verkefni taka tíma og geta krefjist þolinmæði, enda verði aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendi til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga. Heimili sem njóti hámarksleiðréttingar geti lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis geti heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Forsætisráðherra segir að með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni muni þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktssson fjármálaráðherra kynna niðurstöðuna á fréttamannafundi í Hörpu klukkan hálf tvö í dag og hver og einn umsækjandi getur síðan skoðað sitt persónulega dæmi á vefnum á morgun. Tengdar fréttir Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að dagurinn í dag sé gleðistund fyrir heimilin í landinu og fyrir ríkisstjórnina en í dag verða niðurstöður lækkunar á höfuðstól húsnæðislána heimilanna kynntar. Sextíu og níu þúsund umsækjendur geta síðan kynnt sér persónulega hvað kemur í þeirra hlut á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fjallar um leiðréttinguna svokölluðu í grein í Morgunblaðinu í dag og segir að hún færi verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin sé óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. Leiðréttingin sé réttlætismál. Sigmundur Davíð segir leiðréttinguna einungis fyrstu aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs séu mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig muni öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum. Öll þessi verkefni taka tíma og geta krefjist þolinmæði, enda verði aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendi til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga. Heimili sem njóti hámarksleiðréttingar geti lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis geti heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Forsætisráðherra segir að með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni muni þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktssson fjármálaráðherra kynna niðurstöðuna á fréttamannafundi í Hörpu klukkan hálf tvö í dag og hver og einn umsækjandi getur síðan skoðað sitt persónulega dæmi á vefnum á morgun.
Tengdar fréttir Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18