Fyrirspurnum áhyggjufullra ferðamanna rignir inn Haraldur Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum hjá hótelrekendum. Vísir/Sveinn Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira