Mesta áhorf frá upphafi 8. febrúar 2014 08:00 Dómnefndin Fréttablaðið/Andri Marínó „Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun. Ísland Got Talent Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
„Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun.
Ísland Got Talent Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira