Best að hafa glugga lokaða þegar mesta mengunin er Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2014 18:20 Vísir/GVA „Það hefur svona einn og einn sem er að koma hér á stofuna til okkar kvartað undan óþægindum í augum og hálsi. Það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi komið sérstaklega út af þessum einkennum, en kannski nefnt það í tengslum við önnur mál,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hann ræddi um mengunina frá gosinu í Holuhrauni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrlega að ganga leiðindaflensa eða veirupest og margir að fá berkjubólgu. Maður getur velt fyrir sér hvort að það sé meira um það út af þessu mengunarskýi sem liggur yfir. Allavega heyrir maður á sumum að þeim finnist þeir verða þyngri þegar mengunarskýið er hvað þéttast yfir borginni.“ Gunnlaugur sagði að ef brennisteinsdíoxíð væri yfir 600 grömm í rúmmetra geti það haft áhrif á þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri. Fari það yfir þrjú þúsund grömm geti það haft áhrif á fullfrískt fólk. „Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóm í öndunarfærum. Börn með astma, eldra fólk með króníska loftvegasjúkdóma. Það liggur meira á því.“ Gunnlaugur segir ráðlegt að vera með glugga lokaða þegar mengunin er mest. „Eftir því sem mér skilst hefur mengunin hér á höfuðborgarsvæðinu verið um 200 til eitt þúsund síðustu daga. Þegar þetta er farið að kitla í eitt þúsund grömm held ég að skynsamlegt sé að vera með gluggana lokaða.“ Hann segir að búast megi við fjölgun öndunarfæraeinkenna haldi mengunin áfram. Reynslan frá Austurlandi, þar sem vandamálið hafi verið meira, hefur sala astmalyfja aukist um 50 prósent. „Það má búast við að það verði einhver áhrif hér þó það verði aldrei jafn mikið og nær eldstöðinni.“ Bárðarbunga Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
„Það hefur svona einn og einn sem er að koma hér á stofuna til okkar kvartað undan óþægindum í augum og hálsi. Það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi komið sérstaklega út af þessum einkennum, en kannski nefnt það í tengslum við önnur mál,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hann ræddi um mengunina frá gosinu í Holuhrauni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrlega að ganga leiðindaflensa eða veirupest og margir að fá berkjubólgu. Maður getur velt fyrir sér hvort að það sé meira um það út af þessu mengunarskýi sem liggur yfir. Allavega heyrir maður á sumum að þeim finnist þeir verða þyngri þegar mengunarskýið er hvað þéttast yfir borginni.“ Gunnlaugur sagði að ef brennisteinsdíoxíð væri yfir 600 grömm í rúmmetra geti það haft áhrif á þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri. Fari það yfir þrjú þúsund grömm geti það haft áhrif á fullfrískt fólk. „Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóm í öndunarfærum. Börn með astma, eldra fólk með króníska loftvegasjúkdóma. Það liggur meira á því.“ Gunnlaugur segir ráðlegt að vera með glugga lokaða þegar mengunin er mest. „Eftir því sem mér skilst hefur mengunin hér á höfuðborgarsvæðinu verið um 200 til eitt þúsund síðustu daga. Þegar þetta er farið að kitla í eitt þúsund grömm held ég að skynsamlegt sé að vera með gluggana lokaða.“ Hann segir að búast megi við fjölgun öndunarfæraeinkenna haldi mengunin áfram. Reynslan frá Austurlandi, þar sem vandamálið hafi verið meira, hefur sala astmalyfja aukist um 50 prósent. „Það má búast við að það verði einhver áhrif hér þó það verði aldrei jafn mikið og nær eldstöðinni.“
Bárðarbunga Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira