Líkamshár eru falleg Kristjana Arnarsdóttir skrifar 27. júní 2014 09:30 Katrín var hæstánægð með peysuna sem vinkona hennar, fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, prjónaði handa henni. Mynd/Antonía Lárusdóttir „Hugmyndin að peysunni kom upp í tengslum við textana okkar í hljómsveitinni Hljómsveitt, þá sérstaklega í laginu Kynþokkafull en lagið fjallar um líkamshár og að allt sé fallegt, sama hvort þú rakar þau af eða ekki,“ segir tónlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir, en lopapeysa sem hún klæddist á tónleikum Reykjavíkurdætra á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um síðustu helgi hefur vakið mikla athygli. „Það var vinkona mín, fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, sem prjónaði sitthvora peysuna á mig og systur mína. Þær eru í raun og veru eins nema önnur snýr öfugt.“ Katrín segir líkamshár ekki vera neitt til að skammast sín fyrir. „Það er mikil pressa á fólki að raka hár í dag. Með þessu viljum við þó heldur ekki pressa á fólk að raka sig ekki, allt er fallegt.“ Katrín er meðlimur stúlknarappsveitarinnar Reykjavíkurdætra ásamt því að spila með sinni eigin hljómsveit, Hljómsveitt. Reykjavíkurdætur skarta oft fjölbreyttum klæðnaði á sviði og því vert að spyrja hvort markmiðið sé að vekja athygli með klæðaburðinum. „Alls ekki. Það fer bara rosalega mikið eftir giggum hvernig við klæðum okkur, stundum mæti ég í gallabuxum og hlýrabol. Þegar maður er á sviði má maður hins vegar vera eins áberandi og maður vill, þá eru engar hömlur. Ég veit hins vegar ekki hverju ég ætla að klæðast næst, ætli ég verði ekki að fara að taka við öllum tilboðum. Þeir fatahönnuðir sem eru að gera eitthvað spennandi mega endilega hafa samband,“ segir Katrín og hlær. Reykjavíkurdætur spila á Gauknum í kvöld ásamt Grísalappalísu og hefjast tónleikarnir kl. 21. Nýtt lag frá Hljómsveitt kemur út í dag en það ber heitið Næs í rassinn. Þá ætlar Katrín að frumflytja eigið lag undir listamannsnafninu KataStrófa á tónleikunum í kvöld en drengirnir í Grísalappalísu verða henni innan handar.Katrín og systir hennar, Anna Tara, í peysunum skemmtilegu.Mynd/Antonía Lárusdóttir Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Hugmyndin að peysunni kom upp í tengslum við textana okkar í hljómsveitinni Hljómsveitt, þá sérstaklega í laginu Kynþokkafull en lagið fjallar um líkamshár og að allt sé fallegt, sama hvort þú rakar þau af eða ekki,“ segir tónlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir, en lopapeysa sem hún klæddist á tónleikum Reykjavíkurdætra á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um síðustu helgi hefur vakið mikla athygli. „Það var vinkona mín, fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, sem prjónaði sitthvora peysuna á mig og systur mína. Þær eru í raun og veru eins nema önnur snýr öfugt.“ Katrín segir líkamshár ekki vera neitt til að skammast sín fyrir. „Það er mikil pressa á fólki að raka hár í dag. Með þessu viljum við þó heldur ekki pressa á fólk að raka sig ekki, allt er fallegt.“ Katrín er meðlimur stúlknarappsveitarinnar Reykjavíkurdætra ásamt því að spila með sinni eigin hljómsveit, Hljómsveitt. Reykjavíkurdætur skarta oft fjölbreyttum klæðnaði á sviði og því vert að spyrja hvort markmiðið sé að vekja athygli með klæðaburðinum. „Alls ekki. Það fer bara rosalega mikið eftir giggum hvernig við klæðum okkur, stundum mæti ég í gallabuxum og hlýrabol. Þegar maður er á sviði má maður hins vegar vera eins áberandi og maður vill, þá eru engar hömlur. Ég veit hins vegar ekki hverju ég ætla að klæðast næst, ætli ég verði ekki að fara að taka við öllum tilboðum. Þeir fatahönnuðir sem eru að gera eitthvað spennandi mega endilega hafa samband,“ segir Katrín og hlær. Reykjavíkurdætur spila á Gauknum í kvöld ásamt Grísalappalísu og hefjast tónleikarnir kl. 21. Nýtt lag frá Hljómsveitt kemur út í dag en það ber heitið Næs í rassinn. Þá ætlar Katrín að frumflytja eigið lag undir listamannsnafninu KataStrófa á tónleikunum í kvöld en drengirnir í Grísalappalísu verða henni innan handar.Katrín og systir hennar, Anna Tara, í peysunum skemmtilegu.Mynd/Antonía Lárusdóttir
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira