Leitar að náttúrulegri fegurð í samanburði við íslenskt landslag Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. mars 2014 13:00 Mirko Kraeft fangar ekki bara fegurð kvenna, heldur landsins einnig. Mynd/Alexander Abraham „Það hafa mjög margar stelpur haft samband við mig eftir að viðtalið við mig birtist í Fréttablaðinu um daginn,“ segir þýski ljósmyndarinn Mirko Kraeft, sem er hér á landi til þess að mynda lokaverkefni sitt við Berliner Technische Kunsthochschul. Hann auglýsti eftir íslenskum konum sem væru til í að sitja fyrir naktar í lokaverkefni hans. „Ég hef verið að aðstoða hann allan þann tíma sem hann hefur verið hér á landi og höfum við þurft að segja oftar nei en já við þær stelpur sem hafa sóst eftir því að sitja fyrir hjá honum vegna þess að hann er að leita að þessari náttúrulegu íslenskri fegurð og er hann með mjög ákveðna hugmynd í huga. Hann er mjög fágaður í sinni vinnu,“ segir Anna Kristín Arnardóttir, sem er nemi í Ljósmyndaskólanum og aðstoðarkona þýska ljósmyndarans Mirko Kraeft. Mirko er með ákveðnir hugmyndir fyrir verkefnið sitt og sækist ekki eftir því að mynda hvaða konu sem er, til að mynda hafa ákveðnar stúlkur sem sótt hafa um að sitja fyrir hjá honum ekki hentað, því sumar hafa verið með of alþjóðlegt útlit, aðrar of kynþokkafullar og enn fleiri of venjulegar.Anna Kristín Arnardóttir, aðstoðarkona þýska ljósmyndarans.Mynd/Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir„Helstu vandræðin hafa verið hversu margar stelpur eru feimnar, þær eru oft hræddar um að myndirnar fari fyrir allra augu. Það er erfiðast að sannfæra stelpurnar um að þær þurfi ekkert að óttast. Ég mun gera skriflegan samning við þær þar sem samið er um birtingu myndanna, ef þær til dæmis vilja ekki að myndirnar séu birtar á Íslandi eða á internetinu þá er það ekkert mál,“ segir Mirko. Hann segir ferlið ekki vera þannig að hann hitti stelpu, biðji hana um að fara úr fötunum og taki svo myndir, heldur að þetta sé mun lengra og flóknara ferli. „Ég fer hægt og rólega í þetta með stelpurnar. Ég hitti þær fyrst og þá ræðum við myndatökuna, við búum til gott og þægilegt andrúmsloft. Þetta á frekar að vera skemmtilegt heldur en alvarlegt og frábært tækifæri fyrir stelpurnar að sjá sig frá öðru sjónarhorni,“ útskýrir Mirko. Hann er búinn að mynda eina stelpu og gekk það mjög vel og í vikunni mun hann síðan mynda fjórar aðrar. „Ég myndaði rosalega fallega stúlku, hún var ólétt og geislaði öll. Hún var gráti næst þegar hún sá myndirnar. Hún var svo óvön að sjá sig svona náttúrulega. Hún var mjög hugrökk.“ Mirko segir margar fallegar stúlkur mála sig of mikið og fela sig bak við þá náttúrulegu fegurð sem hann leitar að. „Þessi sería á að láta konur fá meira sjálfstraust og sýna þeim hversu fallegar þær eru, náttúrulegar.“ Verkefnið hans er styrkt af fyrirtækinu Leica sem er mjög framarlega í ljósmyndageiranum. Hann er einnig styrktur af Bílaleigu Akureyrar, Höldi. „Það voru margir Íslendingar sem ég hitti, sem hlógu að mér því ég var ekki á bíl og fór allt fótgangandi, nú er ég kominn með bíl,“ segir Mirko léttur í lundu. Mirko, sem yfirgefur landið undir lok mánaðarins, segist ætla að koma aftur til þess að klára verkefnið sitt. „Ég vil mynda náttúrulega fegurð íslenskra kvenna og einnig landslag sem hentar viðkomandi kvenmanni. Hvert verk er í raun tvær myndir, ein af konu og hin af landslagi sem minnir mig á hverja konu fyrir sig. Ég hef ekki náð að klára verkið sökum veðurs og ætla að koma aftur í maí og klára verkefnið.“ Hægt er að kynna sér Mirko frekar á vefsíðu hans, www.mirkokraeft.com og þá geta áhugasamar konur haft samband við hann í gegnum tölvupóstfangið hallo@mirkokraeft.com. Saman myndar landslagsmyndin hér að neðan og myndin af stúlkunni eitt verk.Mynd/Mirko KraeftMynd/Mirko Kraeft Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Það hafa mjög margar stelpur haft samband við mig eftir að viðtalið við mig birtist í Fréttablaðinu um daginn,“ segir þýski ljósmyndarinn Mirko Kraeft, sem er hér á landi til þess að mynda lokaverkefni sitt við Berliner Technische Kunsthochschul. Hann auglýsti eftir íslenskum konum sem væru til í að sitja fyrir naktar í lokaverkefni hans. „Ég hef verið að aðstoða hann allan þann tíma sem hann hefur verið hér á landi og höfum við þurft að segja oftar nei en já við þær stelpur sem hafa sóst eftir því að sitja fyrir hjá honum vegna þess að hann er að leita að þessari náttúrulegu íslenskri fegurð og er hann með mjög ákveðna hugmynd í huga. Hann er mjög fágaður í sinni vinnu,“ segir Anna Kristín Arnardóttir, sem er nemi í Ljósmyndaskólanum og aðstoðarkona þýska ljósmyndarans Mirko Kraeft. Mirko er með ákveðnir hugmyndir fyrir verkefnið sitt og sækist ekki eftir því að mynda hvaða konu sem er, til að mynda hafa ákveðnar stúlkur sem sótt hafa um að sitja fyrir hjá honum ekki hentað, því sumar hafa verið með of alþjóðlegt útlit, aðrar of kynþokkafullar og enn fleiri of venjulegar.Anna Kristín Arnardóttir, aðstoðarkona þýska ljósmyndarans.Mynd/Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir„Helstu vandræðin hafa verið hversu margar stelpur eru feimnar, þær eru oft hræddar um að myndirnar fari fyrir allra augu. Það er erfiðast að sannfæra stelpurnar um að þær þurfi ekkert að óttast. Ég mun gera skriflegan samning við þær þar sem samið er um birtingu myndanna, ef þær til dæmis vilja ekki að myndirnar séu birtar á Íslandi eða á internetinu þá er það ekkert mál,“ segir Mirko. Hann segir ferlið ekki vera þannig að hann hitti stelpu, biðji hana um að fara úr fötunum og taki svo myndir, heldur að þetta sé mun lengra og flóknara ferli. „Ég fer hægt og rólega í þetta með stelpurnar. Ég hitti þær fyrst og þá ræðum við myndatökuna, við búum til gott og þægilegt andrúmsloft. Þetta á frekar að vera skemmtilegt heldur en alvarlegt og frábært tækifæri fyrir stelpurnar að sjá sig frá öðru sjónarhorni,“ útskýrir Mirko. Hann er búinn að mynda eina stelpu og gekk það mjög vel og í vikunni mun hann síðan mynda fjórar aðrar. „Ég myndaði rosalega fallega stúlku, hún var ólétt og geislaði öll. Hún var gráti næst þegar hún sá myndirnar. Hún var svo óvön að sjá sig svona náttúrulega. Hún var mjög hugrökk.“ Mirko segir margar fallegar stúlkur mála sig of mikið og fela sig bak við þá náttúrulegu fegurð sem hann leitar að. „Þessi sería á að láta konur fá meira sjálfstraust og sýna þeim hversu fallegar þær eru, náttúrulegar.“ Verkefnið hans er styrkt af fyrirtækinu Leica sem er mjög framarlega í ljósmyndageiranum. Hann er einnig styrktur af Bílaleigu Akureyrar, Höldi. „Það voru margir Íslendingar sem ég hitti, sem hlógu að mér því ég var ekki á bíl og fór allt fótgangandi, nú er ég kominn með bíl,“ segir Mirko léttur í lundu. Mirko, sem yfirgefur landið undir lok mánaðarins, segist ætla að koma aftur til þess að klára verkefnið sitt. „Ég vil mynda náttúrulega fegurð íslenskra kvenna og einnig landslag sem hentar viðkomandi kvenmanni. Hvert verk er í raun tvær myndir, ein af konu og hin af landslagi sem minnir mig á hverja konu fyrir sig. Ég hef ekki náð að klára verkið sökum veðurs og ætla að koma aftur í maí og klára verkefnið.“ Hægt er að kynna sér Mirko frekar á vefsíðu hans, www.mirkokraeft.com og þá geta áhugasamar konur haft samband við hann í gegnum tölvupóstfangið hallo@mirkokraeft.com. Saman myndar landslagsmyndin hér að neðan og myndin af stúlkunni eitt verk.Mynd/Mirko KraeftMynd/Mirko Kraeft
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira